Ráðstefna utanríkisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga 8. febrúar 2002
Nr. 006
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 8. febrúar n.k. um áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög. Ráðstefnan fer fram í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6 og hefst kl. 13.00 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.
Á ráðstefnunni munu innlendir sérfræðingar fjalla um ýmis atriði er tengjast EES-samningnum og málefnum sveitarfélaganna. Jafnframt munu fulltrúar frá Noregi og Svíþjóð fjalla annars vegar um EES samninginn og hins vegar um Evrópusambandið út frá sjónarhorni sveitarfélaganna.
Dagskrá ráðstefnunnar fylgir hjálagt.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 6. febrúar 2002.