Málþing um launamun kynjanna
Í leit að lausn
Launamunur kynjanna er samfélagslegt vandamál á Íslandi eins og annars staðar. Þó svo þokað hafi í átt til útrýmingar á þessum mun er enn verulega langt í land enda vandinn flókinn og margþættur. Í þeim tilgangi að ræða lausnir vandans boða félagsmálaráðuneytið, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa og Vinnumálastofnun til málþings í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) fimmtudaginn 28. febrúar kl. 13:00 til 17:00. Þau erindi sem þar verða flutt eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að benda á leiðir og aðferðir sem hægt er að beita til útrýmingar þessa launamunar. Málþingið er öllum opið en sérstaklega er boðið þeim sem starfs síns og stöðu vegna koma að ákvörðunum sem skipt geta miklu varðandi þennan vanda.
Dagskráin er þannig:
13:00 - 13:10 Ávarp félagsmálaráðherra
13:10 - 13:40 Ímyndir og raunveruleiki. Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs Baugs, fjallar um könnun meðal starfsfólks Baugs og vinnu að gerð jafnréttisáætlunar fyrirtækisins í kjölfarið.
13:40 - 14:10 Svæðisbundinn launamunur. Hvað er til ráða? Kjartan Ólafsson frá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri útskýrir af hverju launamunur kynja er meiri á landsbyggð en í höfuðborg og hvernig megi bæta úr.
14:10 - 14:40 Sjálfstraust og sjálfsstyrkur. Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, fjallar um aðferðir til að ýta undir sjálfsöryggi kvenna.
14:40 - 15:00 Kaffi
15:00 - 15:30 Rauðu strikin í fjölskyldulífinu. Valgerður Magnúsdóttir, starfsmaður Fjölskylduráðs, ræðir stöðu karla og kvenna í átökum fjölskyldulífs og atvinnulífs.
15:30 - 16:00 Það er hægt að minnka kynbundinn launamun! Svali H. Björgvinsson ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers, fjallar um aðferðir til að innleiða starfsmat á almennum vinnumarkaði og í einstökum fyrirtækjum.
16:00 - 17:00 Léttar veitingar og lausnalínur lagðar í óformlegum samtölum.
Málþingsstjóri er Elín R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs.
Þátttaka tilkynnist til Gestamóttökunnar ehf., í síðasta lagi fyrir 27. febrúar nk.
Sími 551 1730, fax 551 1736,
[email protected]
Málþingsgjald er kr. 2.000