Frumvarp til laga
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
(Lagt fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)
1. gr.
Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Afli sem veiddur er í rannsóknarskyni á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar fellur ekki undir ákvæði laga þessara.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
a. Orðin "og reglum settum skv. 2. mgr. 4. gr." í 1. mgr. falla brott.
b. Orðin "sbr. þó 4. málsl. þessarar málsgreinar" í 2. mgr. falla brott.
3. gr.
Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Hafi skip sem aflareynsla er bundin við, sbr. 1. málsl.,
horfið úr rekstri þegar úthlutun á sér stað er síðasta eiganda skipsins áður en það hvarf úr rekstri heimilt að ákveða á
hvaða skip sú hlutdeild skuli skráð.
4. gr.
Í stað 1.–3. mgr. 9. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
Á hverju fiskveiðiári skal ráðherra hafa til ráðstöfunar aflaheimildir er nema allt að 12.000 lestum af óslægðum botnfiski
í þorskígildum talið til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga í aflamarki einstakra tegunda. Af
þeim 12.000 lestum sem ráðherra hefur til ráðstöfunar skv. 1. málsl. er ráðherra heimilt, að höfðu samráði við
Byggðastofnun, að ráðstafa allt að 1.500 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum talið til skipa sem gerð eru út frá
byggðarlögum sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Ráðherra skal í reglugerð kveða á um ráðstöfun aflaheimilda skv. 1. mgr. og kveða þar á um hvaða botnfisktegundir
komi til úthlutunar.
5. gr.
Í stað orðanna "6 brl. eða 6 brúttótonnum" í 2. málsl. 6. mgr. 11. gr. laganna kemur: 15 brúttótonnum.
6. gr.
11. gr. a laganna orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 7. gr. og 11. gr. má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða
lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild eftirtalinna tegunda en hér segir:
Tegund Hámarksaflahlutdeild
Þorskur................................................12%
Ýsa.......................................................50%
Ufsi.......................................................50%
Karfi......................................................50%
Grálúða................................................50%
Síld........................................................20%
Loðna...................................................20%
Úthafsrækja........................................20%
Nemi heildarverðmæti aflamarks annarra tegunda en að framan greinir, sem sæta ákvörð un um leyfðan heildarafla
samkvæmt lögum þessum, við upphaf fiskveiðiárs hærra hlutfalli en 2% af heildarverðmæti aflamarks allra tegunda, sem
sæta ákvörðun um leyfðan heildar afla, má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða
lögaðila, eða í eigu tengdra aðila aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild viðkomandi tegunda en 20%. Skal
ráðherra við upphaf fiskveiðiárs tilgreina í reglugerð þær tegundir sem um er að ræða. Við mat á heildarverðmæti
aflamarks skal annars vegar miða við verð mætahlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili
samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald og hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.
Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki
nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra teg unda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt
lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996. Við mat á heildarverðmæti aflahlutdeildar skal annars vegar miða við
verðmæta hlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald og
hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.
Til aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu einstakra aðila skv. 1. og 2. mgr. telst einnig aflahlut deild fiskiskipa sem aðilar hafa á
kaupleigu eða leigu til sex mánaða eða lengur.
Tengdir aðilar teljast:
1. Aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum
aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Fyrr nefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
2. Aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, hefur með öðrum hætti en greinir í 1. tölul. raunveruleg
yfirráð yfir hinum. Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
3. Lögaðilar, þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar, einstaklingar eða lög aðilar, eða tengdir aðilar skv.
1. eða 2. tölul., eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum enda nemi
eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef
aðili eða aðilar, einstaklingar eða lögaðilar eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul., sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár
eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt
viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignar hluta og atkvæðisréttar
einstaklinga í lögaðilum samkvæmt þessum tölulið telst jafn framt eignarhluti og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í
beinan legg.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
a. 1. mgr. orðast svo:
Þegar fiskiskipi hefur verið úthlutað aflamarki er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa enda leiði flutningurinn
ekki til þess að veiðiheimildir skipsins verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Tilkynning um flutning aflamarks skal hafa
borist Fiskistofu eigi síðar en 15 dögum eftir að veiðitímabili lýkur.
b. Orðin "fyrir fram" í 2. mgr. falla brott.
c. Orðin "í upphafi fiskveiðiárs á grundvelli aflahlutdeildar þess" í 1. málsl. 7. mgr. falla brott.
d. Lokamálsliður 7. mgr. orðast svo: Heimilt er Fiskistofu að víkja frá þessari takmörkun á heimild til flutnings á
aflamarki vegna breytinga á skipakosti útgerðar eða þegar skip hverfur úr rekstri um lengri tíma vegna alvarlegra bilana
eða sjótjóns, samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur um skilyrði flutningsins.
e. Í stað orðanna "6 brl. eða 6 brúttótonnum" í 8. mgr. kemur: 15 brúttótonnum.
8. gr.
14. gr. laganna fellur brott.
9. gr.
Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
Eigendaskipti á fiskiskipi, eða aðra breytingu á útgerðaraðild fiskiskips, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, skal innan
15 daga frá undirritun samnings tilkynna til Fiskistofu. Bæði seljandi og kaupandi, eða leigusali og leigutaki þegar um leigu
er að ræða, skulu sam eiginlega undirrita tilkynningu um breytta útgerðaraðild á sérstöku eyðublaði sem Fiskistofa leggur til
í þessu skyni. Afrit af kaupsamningi eða leigusamningi skal fylgja tilkynningu. Ábyrgð á tilkynningu til Fiskistofu hvílir á
kaupanda skips eða leigutaka þess eftir atvikum. Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd
tilkynningarskyldu. Vanefndir á tilkynningarskyldu varða viðurlögum skv. 20. gr.
10. gr.
Á eftir IV. kafla laganna koma tveir nýir kaflar, V. kafli, Þorskígildi, með einni nýrri grein, 21. gr., og VI. kafli,
Veiðigjald, með fjórum nýjum greinum, 22.–25. gr., svohljóð andi:
a. (21. gr.)
Sjávarútvegsráðuneytið skal reikna þorskígildi fyrir 15. júlí ár hvert fyrir hverja tegund sem sætir ákvörðun um stjórn
veiða, sbr. 22. gr., og taka mið af tólf mánaða tímabili sem hefst 1. maí næstliðið ár og lýkur 30. apríl. Sé tekin ákvörðun
um stjórn veiða á tegund sem ekki hefur áður sætt slíkri ákvörðun skal þegar reikna þorskígildi fyrir tegundina miðað við
sama tímabil og greinir í 1. málsl. Þorskígildi skulu reiknuð sem hlutfall verðmætis einstakra tegunda sem sæta ákvörðun
um stjórn veiða af verðmæti slægðs þorsks. Til grundvallar verð mætaútreikningi skal leggja heildaraflamagn og
heildarverðmæti þessara tegunda samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar um. Þegar fiskur er seldur ferskur erlendis skal
miða við 88% af söluverðmæti hans. Varðandi botnfisk, að undanskildum karfa, skal miða við slægðan fisk. Miða skal við
slitinn humar.
b. (22. gr.)
Leggja skal á veiðigjald fyrir veiðiheimildir sem veittar eru á grundvelli þessara laga, laga um fiskveiðar utan lögsögu
Íslands eða annarra laga er kveða á um stjórn fiskveiða í sam ræmi við 24. gr.
Ráðherra er heimilt að mæla nánar fyrir um útreikning, álagningu og innheimtu veiði gjalds á grundvelli þessa kafla.
c. (23. gr.)
Ráðherra skal ákvarða veiðigjald komandi fiskveiðiárs samkvæmt þessari grein fyrir 15. júlí ár hvert. Til grundvallar
veiðigjaldinu skal leggja aflaverðmæti miðað við tímabil sem hefst 1. maí næstliðið ár og lýkur 30. apríl. Frá
aflaverðmætinu skal draga reiknaðan olíu kostnað, reiknaðan annan rekstrarkostnað og reiknaðan launakostnað á sama
tímabili.
Fiskistofa skal reikna aflaverðmæti fyrir tegundir sem sæta ákvörðun um stjórn veiða, sbr. 22. gr., og miða við tímabil
1. mgr.
Frá aflaverðmæti skv. 2. mgr. skal draga eftirfarandi liði:
a. Reiknaðan olíukostnað að fjárhæð 6.001 millj. kr. sem taki breytingum miðað við meðaltal á skráðu verði á gasolíu
á Rotterdammarkaði frá meðaltali ársins 2000 til meðaltals tímabils 1. mgr.
b. Reiknaðan annan rekstrarkostnað að fjárhæð 15.391 millj. kr. sem taki breytingum miðað við vísitölu neysluverðs
frá meðaltali ársins 2000 til meðaltals tímabils 1. mgr.
c. Reiknaðan launakostnað sem miðast við 40% af aflaverðmæti, sbr. 1. mgr.
Aflaverðmæti skv. 2. mgr. að frádregnum liðum 3. mgr. skal skipt jafnt á aflamagn sama tímabils umreiknað til
þorskígilda miðað við þorskígildisstuðla næsta fiskveiðiárs, sbr. 21. gr. Veiðigjald komandi fiskveiðiárs skal síðan reiknað
sem 9,5% af niðurstöðutölu 1. málsl. í krónum á þorskígildiskílógramm.
d. (24. gr.)
Fiskistofa leggur á veiðigjald. Eigendur skipa skulu greiða veiðigjald fyrir hvert þorsk ígildiskílógramm úthlutaðra
veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda eins og það er ákvarðað í 23. gr. Gjald á hvert skip skal þó aldrei vera
lægra en 5.000 kr.
Þegar um er að ræða tegundir sem úthlutað er til einstakra skipa skal gjaldið miðast við úthlutaðar veiðiheimildir í
kílógrömmum talið. Fari stjórn veiða fram með öðrum hætti en greinir í 1. málsl. skal gjaldið miðast við landaðan afla skips
í viðkomandi tegund samkvæmt aflaupplýsingakerfi Fiskistofu á tólf mánaða tímabili sem lýkur einum mánuði fyrir upphaf
fiskveiðiárs eða veiðitímabils. Miða skal við landaðan afla krókabáta í þeim tegundum sem þeir eru ekki bundnir
aflatakmörkunum í en sæta ákvörðun um heildarafla.
e. (25. gr.)
Fiskistofa skal innheimta veiðigjald. Gjaldið fellur í gjalddaga með þremur jöfnum greiðslum ár hvert 1. september, 1.
janúar og 1. maí. Taki úthlutun veiðiheimilda gildi á tímabilinu 2. september til 31. ágúst fellur gjaldið þó í gjalddaga við
útgáfu tilkynningar um úthlutaðar veiðiheimildir. Gjaldið er ekki afturkræft þótt veiðiheimildir séu ekki nýttar.
Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. Hafi greiðsla ekki borist innan mánaðar frá gjald daga fellur veiðileyfi skips niður.
Lögveð er í skipi fyrir gjaldinu. Ef gjald er ekki greitt á eindaga reiknast dráttarvextir af fjárhæð gjalds frá gjalddaga til
greiðsludags í samræmi við reglur laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
Sé tekin ákvörðun um að lækka á tímabilinu 1. september til 31. ágúst áður leyfðan heildarafla einstakra tegunda skal
Fiskistofa endurgreiða eiganda skips hluta gjaldsins sem nemur sömu grunnfjárhæð og innheimt var fyrir hvert þorskígildi
sem aflaheimildir skips skerðast um, þó aldrei umfram það sem þegar hefur verið greitt.
11. gr.
7. og 8. málsl. 1. mgr. ákvæðis XXV til bráðabirgða í lögunum orðast svo: Verði breyt ingar á skipakosti útgerðar er
útgerð heimilt að flytja rétt til úthlutunar samkvæmt þessari málsgrein yfir á annan bát í sinni eign. Tilkynna skal um slíkan
flutning til Fiskistofu.
12. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. september 2002.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. taka ákvæði 10. gr. laganna gildi 1. september 2004.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 23. gr. skal miða við 6% í stað 9,5% árið 2004, 6,6% árið 2005, 7,3% árið 2006, 8,0%
árið 2007, 8,7% árið 2008 og 9,5% árið 2009.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Í samræmi við ákvæði til bráðabirgða V í lögum nr. 1/1999, um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða,
skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd hinn 28. september 1999 sem skyldi endurskoða fiskveiðistjórnarlögin. Í skipunarbréfi
nefndarinnar komu fram þau markmið er vinna skyldi að með endurskoðuninni og tillögum um breytingar á lögum um
stjórn fiskveiða. Í skipunarbréfinu segir:
"Nefndinni ber að taka tillit til hagsmuna sjávarútvegsins, byggðanna og almennings í landinu í starfi sínu.
Markmið breytinganna er að ná fram sem víðtækastri sátt landsmanna um fiskveiði stjórnunarkerfið. Þess skal þó gætt
að fórna ekki markmiðum um skynsamlega nýtingu og bætta umgengni um auðlindir sjávar né heldur raska hagkvæmni og
stöðugleika í greininni."
Síðastliðið haust skilaði nefndin skýrslu sinni til ráðherra. Meginumfjöllunarefni nefndar innar var hvort leggja skyldi
auðlindagjald á sjávarútveginn og í hvaða formi slíkt gjald ætti þá að verða. Ræddi nefndin nokkra kosti við álagningu
greiðslna fyrir afnotarétt af nytja stofnum sjávar. Þær leiðir sem auðlindanefnd taldi koma til greina og kenndar eru við
veiði gjald og fyrningu voru ræddar ítarlega, en einnig var skoðuð sú leið sem kennd hefur verið við samninga og lýst er í
skýrslu nefndarinnar.
Meiri hlutinn taldi og mikilvægt að deilur um eignarhald og afnotarétt á nytjastofnum sjávar yrðu settar niður og til þess
skyldi farin sú leið sem auðlindanefnd lagði til, þ.e. að greiðsla kæmi fyrir afnotaréttinn með hliðsjón af afkomu fiskveiða.
Þessi niðurstaða meiri hlutans byggðist þó á því að sjávarútvegurinn fengi aukið svigrúm og yrði gert kleift að treysta stöðu
sína, greiða niður skuldir og auka hagnað. Til að svo megi verða skiptir mestu að frjálsræði verði aukið í sjávarútvegi og
langtímastefnumótun og festa í lagaumhverfi og framkvæmd laga á sviði greinarinnar verði haft í öndvegi.
Við útfærslu tillagna sinna um veiðigjald lagði meiri hlutinn til að veiðigjaldið yrði tví skipt; annars vegar fastur hluti sem
tæki mið af kostnaði ríkisins vegna stjórnunar fiskveiða og hins vegar breytilegur hluti sem tengdist afkomu í greininni. Á
móti gjaldtökunni lagði nefndin til að niður féllu ýmis gjöld sem útgerðin ber nú enda taldi nefndin afkomu í sjávar
útveginum ekki gefa tilefni til frekari sérstakrar gjaldtöku og því bæri einnig að hafa rúman aðlögunartíma að veiðigjaldinu.
Í frumvarpinu eru tillögur nefndarinnar um veiðigjald útfærðar, þó þannig að um eitt gjald er að ræða sem bæði er
magn- og afkomutengt.
Samkvæmt frumvarpinu ber ráðherra að ákvarða fyrir 15. júlí ár hvert veiðigjald sem til álagningar kemur á
fiskveiðiárinu sem hefst 1. september sama ár fyrir veiðiheimildir sem veittar eru á grundvelli laga um stjórn fiskveiða, laga
um veiðar utan lögsögu Íslands eða annarra laga er kveða á um stjórn fiskveiða.
Veiðigjaldið samkvæmt frumvarpinu er fundið út með þeim hætti að frá aflaverðmæti tímabils sem hefst 1. maí næstliðið
ár og lýkur 30. apríl er dreginn reiknaður olíukostnaður, launakostnaður og annar rekstrarkostnaður sama tímabils. Þeirri
tölu sem eftir stendur úr þessum útreikningum skal síðan deilt upp í þorskígildi sama tímabils og nefnt er hér að ofan. Með
þessu stendur eftir ákveðin fjárhæð á hverju þorskígildi og skal veiðigjald næsta árs vera 9,5% af þeirri fjárhæð reiknað í
krónum fyrir hvert þorskígildiskílógramm komandi fiskveiðiárs. Samkvæmt frumvarpinu skal Fiskistofa leggja þannig
reiknað veiðigjald á hvert þorskígildiskílógramm úthlutaðra veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda, eins og fyrir
er mælt í 24. gr. frumvarpsins á komandi fiskveiðiári. Innheimta gjaldsins er einnig í höndum Fiskistofu.
Til að koma móts við óvissuna sem óhjákvæmilega er fyrir hendi í rekstrargrundvelli sjávarútvegsins er mikilvægt að
hafa veiðigjaldið afkomutengt. Það er í frumvarpinu gert með því að miða gjaldið við reiknaða afkomu síðasta árs og
tengja gjaldið við það magn veiðiheimilda í þorskígildum talið sem úthlutað er á næsta fiskveiðiári. Með þessu móti næst
fram hvort tveggja í senn, tenging við afkomu og magn veiðiheimilda hverju sinni.
Afkomutengingin sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu er útfærð þannig að miðað er við að frá heildaraflaverðmæti
ákveðins liðins tímabils séu dregnir stærstu kostnaðarliðir útgerðar innar, þ.e. reiknuð laun, olíukostnaður og annar
rekstrarkostnaður. Þær tekjur sem eftir standa þegar þessi kostnaður hefur verið greiddur verða notaðar sem grundvöllur
gjaldtök unnar á komandi fiskveiðiári. Með þessu móti er tekið tillit til þeirra þátta sem mest áhrif hafa á afkomu
útgerðarinnar, þ.e. sveiflna í aflaverðmæti sem stafað geta af verðbreytingum og/eða breytingum á aflamagni, breytingum á
olíuverði og öðrum rekstrarkostnaði auk þess sem tillit er tekið til launakostnaðar.
Magntenging gjaldsins samkvæmt frumvarpinu kemur til með tvennu móti. Annars vegar sem hluti af afkomutengingunni
þar sem aflamagn mun hafa mikil áhrif og hins vegar við álagningu gjaldsins þar sem miðað er við að fast gjald sé lagt á
hvert þorskígildiskílógramm. Með þessu er tryggt að álagning gjaldsins taki tillit til magnbreytinga sem kunna að verða í
veiðum úr nytjastofnum sjávar.
Í töflu hér að aftan má sjá þá upphæð sem lögð hefði verið á sem veiðigjald nokkur undan farin ár.
Á árunum 1994–2000 eru tölur um aflaverðmæti rauntölur. Upplýsingar um olíu-, launa- og annan rekstrar kostnað á
árunum 1994–1999 eru byggðar á reiknireglum frumvarpsins en á rauntölum á árinu 2000. Afla verðmæti ársins 2001 er
byggt á áætlun en reiknireglum frumvarpsins er beitt á kostnaðarliði. Árið 2002 er byggt á áætluðu aflaverðmæti frá 1.
maí 2001 til 30. apríl 2002, jafnframt er reiknireglum frumvarpsins beitt á aðra kostnaðarliði.
Þannig er sýnt að verði frumvarpið að lögum hefur það auknar álögur á útveginn í för með sér. Það sýnist vera í
samræmi við fyrirliggjandi stefnumótun, bæði auðlinda- og endur skoðunarnefndar, sem m.a. styðst við þann skilning að
almenningi beri sýnileg hlutdeild í hagnaði af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Jafnframt kemur þar til sá skilningur að atvinnu
greinunum ber hverri fyrir sig að taka aukinn þátt í útgjöldum sem hljótast beint af starfsemi þeirra. Það atriði er mikilsvert
til að draga úr útgjöldum hins opinbera.
Í skýrslu auðlindanefndar kemur fram að "nefndin er þeirrar skoðunar að rétt sé að stefna að greiðslu fyrir afnotarétt af
öllum auðlindum sem eru í eigu ríkis eða þjóðar af tvennum ástæðum: annars vegar til að greiða kostnað ríkisins af stjórn
og eftirliti með viðkomandi auðlind, hins vegar til að tryggja þjóðinni í heild sýnilega hlutdeild í þeim umframarði (auð
lindarentu) sem nýting hennar skapar". Í skýrslu endurskoðunarnefndar leggur meiri hluti hennar til að gjaldið verði tvískipt,
annars vegar breytilegur hluti sem tengist afkomu greinar innar og hins vegar fastur hluti sem miðist við kostnað ríkisins
vegna stjórnar fiskveiða. Í því sambandi leggur nefndin til að við ákvörðun gjaldsins verði horft til árlegs kostnaðar vegna
þess hluta Fiskistofu sem snýr að fiskveiðum (um 400 millj. kr.), rekstrar Hafrannsókna stofnunarinnar, um 940 millj. kr.,
og afskrifta og fyrirsjáanlegs kostnaðar við fjárfestingar í hafrannsóknaskipum (150–200 millj. kr.). Samtals nemur þessi
kostnaður um 1.490–1.540 millj. kr. á ári.
Til að einfalda sem mest útreikning, álagningu og innheimtu veiðigjaldsins var ákveðið að leggja til í frumvarpi þessu að
veiðigjald yrði lagt á útgerðina í einu gjaldi og veiðigjaldið yrði ekki tvískipt, annars vegar kostnaðargjald og hins vegar
afkomutengt gjald. Þrátt fyrir það var við ákvörðun og útfærslu gjaldsins í frumvarpinu horft til þess og við það miðað að
útgerð stæði undir kostnaði sem ríkið hefur af nýtingu auðlindarinnar.
Jafnframt er rétt að hafa í huga að gera má ráð fyrir að auka þurfi ráðstöfunarfé Haf rannsóknastofnunarinnar á næstu
árum um 600 millj. kr. á ári til að skapa stofnuninni rými til að stunda auknar haf- og fiskirannsóknir á næstu árum svo að
hún geti tekist á við nauð synleg verkefni. Í því felast auknar rannsóknir á afrakstursgetu helstu nytjastofna við Ísland og á
vannýttum tegundum, einkum á djúpslóð. Einnig rannsóknir á áhrifum veiða á vistkerfi sjávar og lífríki hafsbotnsins, auk
rannsókna á veiðarfærum og kjörhæfni þeirra. Þá er nauð synlegt að Hafrannsóknastofnunin leggi aukna áherslu á
rannsóknir sem varða eldi sjávardýra auk rannsókna sem varða veðurfarsbreytingar og sveiflur í lífríki og umhverfisþáttum.
Gangi frumvarp þetta eftir og veiðigjaldið skili þeim tekjum sem við er búist í lok að lögunartímans þegar það er komið
til fullra framkvæmda má gera ráð fyrir að það geti staðið undir3/4 hluta af núverandi rekstrarkostnaði
Hafrannsóknastofnunarinnar að viðbættum þeim kostnaði sem hlýst af þeim auknu rannsóknum sem að framan greinir. Að
auki er gert ráð fyrir að veiðigjaldið geti staðið undir þeim kostnaði Fiskistofu sem snýr að fiskveiðistjórnun og eftirliti.
Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að í fjárlögum fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir að útgerðin greiði samtals um 850
millj. kr. í veiðieftirlitsgjald og til Þróunarsjóðs sjávarútvegs ins. Í tillögum endurskoðunarnefndarinnar var gert ráð fyrir að
þessi gjöld féllu niður þegar kæmi til greiðslu veiðigjalds og við það er miðað.
Rétt er og að hafa í huga að vegna nýrra hafnalaga geta útgjöld fiskiskipaútgerða aukist verulega, ef frumvarp
samgönguráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi nær fram að ganga og yrði það viðbót við þær auknu álögur sem
lagðar eru til í þessu frumvarpi.
Í skýrslu nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða eru gerðar tillögur um fjöl marga þætti aðra er snerta stjórn
fiskveiða. Lagði meiri hluti nefndarinnar til að núverandi aflamarkskerfi yrði áfram meginstoð fiskveiðistjórnar hér á landi
enda hefði það í megin atriðum náð því markmiði að stuðla að hagkvæmum fiskveiðum. Gerir frumvarpið ekki heldur ráð
fyrir að horfið verði af þeirri braut sem mörkuð hefur verið um stjórn fiskveiða.
Tillögum nefndarinnar um stjórnun veiða krókabáta hefur flestum þegar verið hrundið í framkvæmd með
lagabreytingum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lögfest verði ein tillaga nefndarinnar enn er varðar krókabáta. Þannig er lagt
til að takmarkanir á stærð krókabáta verði rýmkaðar úr 6 brl. eða 6 brúttótonnum eins og nú er í 15 brúttótonn.
Þá er í frumvarpinu lagt til að tillögum meiri hluta nefndarinnar um hámarksaflahlutdeild verði fylgt, en meiri hlutinn taldi
ákvæði 11. gr. laga um stjórn fiskveiða óþarflega þröng hvað þetta varðar. Að mati meiri hlutans koma þessar reglur í veg
fyrir að hagkvæmni stærð arinnar sé nýtt og hamla sérhæfingu fyrirtækja. Er því lagt til að hámarkshlutdeild einstakra aðila
í þorski verði 12%, en hámarkshlutdeild í öðrum bolfiskstegundum verði 50%. Enn fremur er lagt til að samanlögð
aflahlutdeild einstakra aðila verði 12% óháð því hvort fyrir tækin eru í dreifðri eignaraðild.
Í frumvarpinu er lagt til að settar verði ákveðnar reglur um hvenær unnt er að flytja afla mark milli skipa. Samkvæmt
tillögum frumvarpsins er það fyrst unnt þegar aflamarkinu hefur verið úthlutað og lýkur fresti til þess 15 dögum eftir að
veiðitímabili lýkur. Þá er lagt til að heimild til flutnings sé takmörkuð þannig að aflaheimildir séu ekki bersýnilega umfram
veiðigetu skipsins og er það í samræmi við þá takmörkun sem er á flutningi aflahlutdeildar. Þykir ekki síður ástæða til að
setja takmarkanir á flutning aflamarks. Einnig er lagt til að heimild til flutnings miðist ekki eingöngu við það aflamark sem
úthlutað er í upphafi árs. Aflamarki í ýmsum tegundum er ekki úthlutað í upphafi fiskveiðiárs heldur á öðrum tíma, t.d.
aflamarki í úthafskarfa. Enn fremur byggist aflamark ekki í öllum tilvikum á aflahlutdeild skipsins, t.d. varðandi uppbætur
ýmiss konar, og þykir ekki ástæða til að hafa sérstakar þrengri reglur um flutning á slíku aflamarki.
Gerðar eru tillögur um breytingar á þeim reglum sem nú heimila Fiskistofu að samþykkja að vikið sé frá takmörkun á
heimild til flutnings aflamarks. Samkvæmt gildandi ákvæði er heimilt að víkja frá takmörkun á heimild til flutnings aflamarks
þegar um breytingu á skipa kosti útgerðar er að ræða enda sé aflahlutdeildin jafnframt flutt milli viðkomandi skipa. Orðalag
greinarinnar er nokkuð óljóst og má segja að með henni hafi ekki náðst sá tilgangur er að var stefnt. Nauðsynlegt er að
leyfa rýmri flutning aflamarks við endurnýjun skips eða þegar skip hverfur úr rekstri t.d. vegna sjótjóns eða bilana. Hins
vegar er ljóst að ekki er unnt að tilgreina í lagaákvæði nákvæmar reglur um öll þau tilvik sem þannig geta komið upp og er
því lagt til að frekari reglur verði settar í reglugerð.
Að auki gerir frumvarpið ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra geti að höfðu samráði við Byggðastofnun ráðstafað allt að
1.500 lestum af óslægðum botnfiski til skipa sem gerð eru út frá byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í
sjávarútvegi. Er gert ráð fyrir að þessar 1.500 lestir verði teknar af þeim heimildum sem ráðherra hefur nú, sbr. 9. gr.
laganna um stjórn fiskveiða, til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Með þessari grein er lagt til að tryggður verði lagagrundvöllur fyrir því að Hafrann sóknastofnunin geti stundað
rannsóknir á nytjastofnum sjávar með veiðum á þeim án þess að reglur laganna um aflahlutdeild og aflamark eigi við um
þær veiðar. Með þessu er lagt til að staðfesta í lögum þá framkvæmd sem verið hefur við lýði hingað til, en umboðsmaður
Alþingis hefur gert við það athugasemdir að lagagrunn skorti hvað þetta varðar.
Um 2. gr.
Með greininni er lagt til að felldir verði út hlutar málsliða sem ekki þjóna lengur tilgangi í lögunum í kjölfar eldri breytinga
laganna. Hafa breytingar samkvæmt greininni því ekki efnislega þýðingu fyrir framkvæmd laganna, en gera texta þeirra
skýrari.
Um 3. gr.
Með greininni er lagt til að eiganda skips sem aflareynsla er bundin við vegna veiða á viðmiðunartímabili 1. mgr. 8. gr.
verði heimilað að ráðstafa hlutdeildinni sem skip hans hefði fengið við úthlutun á það skip sem hann kýs, hafi skip hans
horfið úr rekstri áður en til út hlutunar kemur. Er lagt til að aflareynslan renni í þessum tilvikum til síðasta eiganda skipsins
áður en það hverfur úr rekstri. Er með þessu lagt til að núverandi framkvæmd laganna um stjórn fiskveiða og laganna um
veiðar utan lögsögu verði nánar staðfest í lögum.
Um 4. gr.
Í fyrri málslið 1. efnismgr. er óbreytt það ákvæði 9. gr. laganna sem segir að ráðherra skuli hafa til ráðstöfunar allt að
12.000 lestum af óslægðum botnfiski til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga í aflamarki
einstakra tegunda. Heimild þessi hefur aðeins verið nýtt að hluta og einkum vegna skerðingar í innfjarðarækjuveiðum. Í
síðari málslið er lögð til sú breyting að ráðherra verði heimilt, að höfðu samráði við Byggðastofn un, að ráðstafa allt að
1.500 lestum af þessum 12.000 lestum til skipa sem gerð eru út frá byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í
sjávarútvegi.
Í 2. efnismgr. greinarinnar segir að ráðherra skuli í reglugerð ákveða ráðstöfun afla heimilda samkvæmt þessari grein og
þar á meðal um hvaða fisktegundir komi til úthlutunar samkvæmt greininni. Það er breyting frá gildandi ákvæði síðari
málsliðar 1. mgr., en þar segir að aflaheimildunum skuli skipt á allar botnfisktegundir í samræmi við leyfilegan heildarafla og
verðmætastuðla þeirra. Þykir heppilegra að ráðherra ákveði hvaða tegundir komi til úthlutunar hverju sinni samkvæmt
þessari grein því að augljóslega eru aðstæður mismunandi og er ekki heppilegt að úthluta bátum heimildum í tegundum sem
þeir eiga ekki kost á að veiða.
Þá er lagt til að 3. mgr. falli niður enda er hún óþörf þegar litið er til 3. tölul. 7. gr.
Um 5. gr.
Hér er lagt til að takmarka beri stærð krókaaflamarksbáta við 15 brúttótonn í stað 6 brl. eða 6 brúttótonna eins og gert
er í núgildandi lögum. Þykir 6 brl. eða 6 brúttótonna takmörk unin of þröng, m.a. af öryggisástæðum. Er þetta í samræmi
við tillögur meiri hluta nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þetta ákvæði á þannig einungis við krókaafla
marksbáta og gildir ekki um dagabáta.
Um 6. gr.
Hér er lagt til að ákvæði 11. gr. a laga um stjórn fiskveiða um hámarksaflahlutdeild verði rýmkuð. Núgildandi lög kveða
á um að hámarksheildaraflahlutdeild einstakra aðila eða tengdra aðila í einstökum tegundum sé 20% nema í þorski og ýsu
þar sem mörkin eru 10%. Enn fremur heimila núgildandi lög að samanlögð hlutdeild einstakra aðila eða tengdra aðila nemi
allt að 8% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla. Þó má samanlögð
hlutdeild ná allt að 12% ef fyrirtæki er í dreifðri eignaraðild, en með því er átt við að enginn aðili, einstaklingur eða lögaðili
eða tengdir aðilar eigi meira en 20% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi lögaðila og að engar hömlur séu á
viðskiptum með eignarhlut í viðkomandi lögaðila.
Meiri hluti nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða taldi ákvæði laga um stjórn fiskveiða óþarflega þröng hvað
þetta varðar. Að mati meiri hlutans koma þessar reglur í veg fyrir að hagkvæmni stærðarinnar sé nýtt og hamla sérhæfingu
fyrirtækja.
Er í frumvarpinu lagt til að samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu
tengdra aðila megi aldrei nema hærra hlutfalli af heildar aflahlutdeild þorsks en 12% og ekki hærra hlutfalli af
heildaraflahlutdeild ýsu, ufsa, karfa eða grálúðu en 50%. Þá er lagt til að þetta hlutfall verði ekki umfram 20% í síld, loðnu
eða úthafsrækju né í öðrum tegundum sem sæti ákvörðun um leyfilegan heildarafla samkvæmt lögunum. Nemi
heildarverðmæti aflamarks annarra tegunda hærra hlutfalli en 2% af heildar aflaverðmæti aflamarks allra tegunda sem sæta
ákvörðun um leyfilegan heildarafla skal 20% reglan einnig gilda.
Þá er lagt til að samanlögð hlutdeild einstakra aðila eða tengdra aðila geti numið allt að 12% af heildarverðmæti
aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildar afla óháð eignaraðild. Af þessum sökum félli úr gildi
sérregla núgildandi laga um saman lagða hámarkshlutdeild aðila í dreifðri eignaraðild.
Að öðru leyti er ekki um að ræða tillögur til breytinga á núgildandi 11. gr.
Um 7. gr.
Með greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á 12. gr. laganna og eru þær í fimm liðum.
Í a-lið felast tvær breytingar. Í fyrsta lagi eru settar ákveðnar reglur um hvenær unnt er að flytja aflamark milli skipa.
Samkvæmt þessari málsgrein er það fyrst unnt þegar aflamarkinu hefur verið úthlutað og lýkur fresti til þess 15 dögum eftir
að veiðitímabili lýkur. Þykir nauð synlegt að setja heimild til flutnings tímamörk með þessum hætti. Þá er lagt til að heimild
til flutnings sé takmörkuð þannig að aflaheimildir séu ekki bersýnilega umfram veiðigetu skipsins og er það í samræmi við
þá takmörkun sem er á flutningi aflahlutdeildar. Þykir ekki síður ástæða til að setja takmarkanir á flutning aflamarks.
Í b-lið eru orðin "fyrir fram" felld niður og er það gert til samræmis við þá breytingu sem felst í a-lið.
Í c-lið er lagt til að heimild til flutnings miðist ekki eingöngu við það aflamark sem úthlutað er í upphafi árs. Aflamarki í
ýmsum tegundum er ekki úthlutað í upphafi fiskveiðiárs heldur á öðrum tíma, t.d. aflamarki í úthafskarfa. Enn fremur
byggist aflamark ekki í öllum tilvikum á aflahlutdeild skipsins, t.d. varðandi uppbætur ýmiss konar, og þykir ekki ástæða til
að hafa sérstakar þrengri reglur um flutning á slíku aflamarki.
Í d-lið er lagt til að orðalagi þessa málsliðar verði breytt nokkuð. Samkvæmt gildandi ákvæði er heimilt að víkja frá
takmörkun á heimild til flutnings aflamarks þegar um breyt ingu á skipakosti útgerðar er að ræða enda sé aflahlutdeildin
jafnframt flutt milli viðkomandi skipa. Orðalag greinarinnar er nokkuð óljóst og má segja að með henni hafi ekki náðst sá
tilgangur er að var stefnt. Nauðsynlegt er að leyfa rýmri flutning aflamarks þegar um endur nýjun skips er að ræða eða
þegar skip hverfur úr rekstri, t.d. vegna sjótjóns eða bilana. Hins vegar er ljóst að ekki er unnt að tilgreina í lagaákvæði
nákvæmar reglur um öll þau tilvik sem þannig geta komið upp og er því lagt til að frekari reglur verði settar í reglugerð.
Í e-lið er lagt til að flutningur aflamarks til krókaaflamarksbáta miðist við 15 brúttótonn og er það í samræmi við þá
breytingu sem lögð er til í 5. gr.
Um 8. gr.
Í þessari grein er lagt til að 14. gr. laganna verði felld úr gildi. Í 14. gr. segir að sérstök samráðsnefnd sem skipuð skuli
einum fulltrúa sjómanna, einum fulltrúa útgerðar auk for manns, sem skipaður sé af ráðherra, skuli fjalla um álita- og
ágreiningsmál varðandi veiði leyfi og úthlutun aflahlutdeildar og aflamarks samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum
samkvæmt þeim og gera tillögur til ráðherra um úrlausn þeirra. Ákvæði þetta er efnis lega samhljóða ákvæði reglugerðar
frá árinu 1984 þegar aflamarkskerfinu var komið á og hefur síðan verið efnislega óbreytt, fyrst í reglugerðum og síðar í
lögum um stjórn fiskveiða.
Álita- og ágreiningsmál þau sem áður fyrr byggðust á matskenndum forsendum, eins og nefndinni var fyrst og fremst
ætlað að leysa, eru nú að mestu úr sögunni þar sem núgildandi lög kveða með skýrum hætti á um forsendur úthlutunar
veiðileyfa, aflamarks og aflahlut deildar. Þá kemur hér einnig til að stofnun Fiskistofu í september 1992 hefur mjög breytt
for sendum fyrir starfi slíkrar nefndar. Fiskistofu var falið vald til að taka ákvarðanir um þau einstaklingsbundnu álita- og
ágreiningsefni sem upp kæmu og ráðuneytið fjallaði um áður. Jafnframt varð til málskotsréttur til ráðuneytisins sem æðra
stjórnvalds vegna einstakra ákvarðana Fiskistofu í þessum efnum. Þá voru á árinu 1993 sett almenn stjórnsýslulög þar sem
settar voru almennar reglur varðandi ákvarðanir stjórnvalda, rökstuðning stjórnvalda, málskot og fleira. Því má segja að
starf nefndarinnar falli illa að stjórnsýslunni eins og hún tíðkast nú. Þessi þróun hefur leitt til þess að nefndin hefur lítt eða
ekkert komið saman síðan Fiskistofu var komið á laggirnar og þykir því rétt að fella þessa grein niður.
Um 9. gr.
Hér er lagt til að gert verði að skyldu að tilkynna Fiskistofu um eigendaskipti að fiskiskipi eða aðra breytingu á
útgerðaraðild fiskiskips sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni. Er gert ráð fyrir að slík tilkynning berist innan 15 daga frá
undirritun samnings. Samkvæmt frum varpinu skulu bæði seljandi og kaupandi, eða leigusali og leigutaki, þegar um leigu er
að ræða, sameiginlega undirrita tilkynningu um breytta útgerðaraðild á sérstöku eyðublaði sem Fiskistofa leggur til í þessu
skyni. Afrit af kaupsamningi eða leigusamningi skal fylgja til kynningu. Ábyrgð á tilkynningu til Fiskistofu skal hvíla á
kaupanda skips eða leigutaka þess eftir atvikum.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra geti í reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd tilkynningarskyldu. Loks er
gert ráð fyrir að vanefndir á tilkynningarskyldu geti varðað viðurlögum skv. 20. gr. laganna.
Ljóst má vera að í fiskveiðistjórnarkerfi þar sem byggt er á úthlutun tiltekinna og takmark aðra veiðiheimilda til einstakra
fiskiskipa er mikilvægt að jafnan liggi fyrir hver beri ábyrgð á útgerð einstakra skipa. Þótt talsvert hafi áunnist í því að bæta
fiskiskipaskrá Fiskistofu hvað varðar upplýsingar um útgerðaraðila er hætt við að skráin verði aldrei nákvæm nema skylda
hvíli á kaupendum, seljendum og leigutökum skipa um að senda Fiskistofu tilkynningu um breytingar á útgerðaraðild. Er
því lagt til að gerð verði krafa um slíka tilkynningu til að gera Fiskistofu betur kleift að gegna því eftirliti sem stofnuninni er
ætlað að hafa með þeim sem veiðar stunda hér við land.
Um 10. gr.
Í greininni er fjallað um álagningu og innheimtu veiðigjalds auk útreikninga á þorsk ígildum í tveimur nýjum köflum sem
eru samtals fimm nýjar greinar. Gert er ráð fyrir að greinarnar verði 21.–25. gr. laga um stjórn fiskveiða verði frumvarp
þetta að lögum.
Um a-lið (21. gr.).
Hér er gert ráð fyrir að reglur um útreikning þorskígilda sem nú standa í lögunum um veiðieftirlitsgjald verði teknar
óbreyttar upp í lögin um stjórn fiskveiða. Útreikningur þorskígilda er nauðsynlegur við álagningu veiðigjalds og er því
nauðsynlegt að reglur þessar séu teknar upp hér, enda er gert ráð fyrir að sá hluti laganna um veiðieftirlitsgjald sem varðar
þorskígildi falli niður er ákvæðin um veiðigjald taka gildi.
Þá er nauðsynlegt að ákvæðið um útreikning þorskígilda verði áfram við lýði þar sem þorskígildi eru víða notuð í lögum
er fjalla um stjórn fiskveiða.
Um b-lið (22. gr.).
Gert er ráð fyrir að lagt verði á veiðigjald fyrir veiðiheimildir sem veittar eru á grundvelli laga um stjórn fiskveiða, laga
um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða annarra laga er kveða á um stjórn fiskveiða.
Í 2. mgr. er gert ráð fyrir heimild fyrir ráðherra til að setja nánari reglur um útreikning, álagningu og innheimtu veiðigjalds
á grundvelli þeirra reglna sem lögin setja um veiðigjald. Kann setning slíkrar reglugerðar að vera nauðsynleg til að útfæra
nánar reglur frumvarpsins.
Um c-lið (23. gr.)
Samkvæmt greininni er ráðherra falið að ákvarða fyrir 15. júlí ár hvert veiðigjald komandi fiskveiðiárs sem hefst 1.
september. Til grundvallar veiðigjaldinu skal samkvæmt frumvarp inu leggja aflaverðmæti miðað við tímabil sem hefst 1.
maí næstliðið ár og lýkur 30. apríl. Frá aflaverðmætinu skal draga reiknaðan olíukostnað, reiknaðan annan
rekstrarkostnað og reiknaðan launakostnað á sama tímabili.
Greinin gerir ráð fyrir að Fiskistofa reikni aflaverðmæti fyrir tegundir sem sæta ákvörðun um stjórn veiða, sbr. 22. gr.,
og miðast í því sambandi við tímabilið sem hefst 1. maí næst liðið ár og lýkur 30. apríl. Um er að ræða útreikninga sem
byggjast upplýsingum um afla magn og verð sem Fiskistofa ber ábyrgð á að safna saman. Miðað er við tímabil sem lýkur
30. apríl þannig að öruggt sé að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir, en þó þannig að þær séu sem nýjastar.
Samkvæmt greininni skal draga frá aflaverðmætinu reiknaðan olíukostnað að fjárhæð 6.001 millj. kr. sem taki
breytingum miðað við meðaltal á skráðu verði á gasolíu á Rotter dammarkaði, frá meðaltali ársins 2000 til meðaltals
áðurgreinds tímabils. Fjárhæðin sem miðað er við er raunverulegur olíukostnaður útgerðarinnar árið 2000 og skal hann
framreikn aður miðað við breytingar sem verða á skráðu verði á gasolíu. Frumvarpið gerir í þessu sam bandi ráð fyrir að
notuð séu sömu viðmið um breytingar á olíuverði og gert er í samningum útvegsmanna og sjómanna, þ.e. verð á gasolíu á
Rotterdammarkaði og skal miða við gasolíu 0,2 fyrir barges fob á tonn og cargoes fob á tonn samkvæmt verðskráningu
Platt's.
Þá skal samkvæmt frumvarpinu draga frá aflaverðmæti reiknaðan annan rekstrarkostnað að fjárhæð 15.391 millj. kr.
sem taki breytingum miðað við vísitölu neysluverðs frá meðaltali ársins 2000 til meðaltals sama tímabils og nefnt er hér að
framan. Eins og varðandi olíu kostnaðinn er fjárhæð annars kostnaðar hér miðuð við raunverulegan annan kostnað útgerð
arinnar árið 2000.
Loks skal samkvæmt greininni draga frá aflaverðmætinu reiknaðan launakostnað. Er gert ráð fyrir því að
launakostnaður sé 40% af aflaverðmætinu.
Aflaverðmæti að frádregnum olíukostnaði, öðrum rekstrarkostnaði og launakostnaði skal síðan skipt jafnt á aflamagn
sama tímabils og áður er um rætt. Skal það gert með því að jafna fjárhæðinni á þorskígildi tímabilsins miðað við
þorskígildisstuðla næsta fiskveiðiárs. Veiði gjald komandi fiskveiðiárs skal síðan reiknað sem 9,5% af þeirri fjárhæð
reiknað í krónur á þorskígildiskílógramm. Þannig reiknað gjald leggst á hvert þorskígildiskílógramm úthlutaðs eða landaðs
afla á næsta fiskveiðiári.
Um d-lið (24. gr.).
Greinin gerir ráð fyrir að Fiskistofa sjái um álagningu gjaldsins. Eigendur skipa skulu samkvæmt greininni greiða
veiðigjald fyrir hvert þorskígildiskílógramm úthlutaðra veiði heimilda eða landaðs afla einstakra tegunda. Þegar um er að
ræða tegundir sem úthlutað er til einstakra skipa skal gjaldið miðast við úthlutaðar veiðiheimildir í kílógrömmum talið. Fari
stjórn veiða fram með öðrum hætti skal gjaldið miðast við landaðan afla skips í viðkomandi tegund samkvæmt
aflaupplýsingakerfi Fiskistofu á tólf mánaða tímabili sem lýkur einum mánuði fyrir upphaf fiskveiðiárs eða veiðitímabils.
Miða skal samkvæmt greininni við landaðan afla krókabáta í þeim tegundum, sem þeir eru ekki bundnir aflatakmörkunum
í, en sæta ákvörðun um heildarafla. Greinin gerir þó ráð fyrir að gjald á hvert skip verði aldrei lægra en 5.000 kr.
Um e-lið (25. gr.).
Í greininni er fjallað um innheimtu veiðigjaldsins og er Fiskistofu falið að annast hana. Er í 1. mgr. gert ráð fyrir að
gjaldið falli í gjalddaga með jöfnum greiðslum ár hvert 1. september, 1. janúar og 1. maí. Þó er gert ráð fyrir að þegar
úthlutun veiðiheimilda taki gildi á tímabilinu 2. september til 31. ágúst falli kostnaðargjaldið í gjalddaga við útgáfu tilkynn
ingar um úthlutaðar veiðiheimildir. Gerir greinin ekki ráð fyrir að gjaldið sé afturkræft þótt veiðiheimildir séu ekki nýttar.
Eindagi er samkvæmt greininni 15 dögum eftir gjalddaga. Gert er ráð fyrir að fella beri úr gildi veiðileyfi skips hafi
greiðsla ekki borist innan mánaðar frá gjalddaga. Lögveð er í skipi fyrir gjaldinu. Eru þessar reglur í samræmi við þær
reglur sem nú gilda um innheimtu veiðileyfagjalds. Ef gjöldin eru ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að dráttarvextir
reiknist af fjárhæð gjaldanna frá gjalddaga til greiðsludags í samræmi við reglur laga nr. 38/2001, um vexti og
verðtryggingu.
Sé tekin ákvörðun um að lækka á tímabilinu 1. september til 31. ágúst áður leyfðan heildarafla einstakra tegunda skal
Fiskistofa samkvæmt frumvarpsgreininni endurgreiða eig anda skips hluta veiðigjaldsins sem nemur sömu grunnfjárhæð og
innheimt var fyrir hvert þorskígildi sem aflaheimildir skips skerðast um, þó aldrei umfram það sem þegar hefur verið greitt.
Um 11. gr.
Lagt er til að 7. og 8. málsl. 1. mgr. ákvæðis XXV til bráðabirgða, sem heimilar tak markaðan flutning á rétti til
úthlutunar skv. 1. mgr. ákvæðisins, verði breytt. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir að endurnýi útgerð bát sem á rétt á
úthlutun samkvæmt málsgreininni, með nýsmíði eða kaupum á öðrum bát, skuli úthluta til þess báts er í staðinn komi enda
hafi allar aflaheimildir verið fluttar yfir á hinn nýja bát.
Ákvæði þetta felur í sér heimild til flutnings á umræddum úthlutunarrétti milli skipa í eigu sama aðila með tilteknum
þröngum skilyrðum. Hafa þessi skilyrði leitt til erfiðleika í fram kvæmd sem þörf er á að leyst verði úr.
Gert er ráð fyrir að ákvæðinu verði breytt þannig að útgerðum verði heimilað að flytja umrædd réttindi yfir á annan bát í
sinni eigu sé um að ræða breytingar á skipakosti hjá útgerðinni. Þannig yrðu felld út þau sértæku skilyrði að um endurnýjun
með nýsmíði eða kaupum á öðrum bát þurfi að vera að ræða til að flytja megi rétt til úthlutunar, en um leið viðhaldið þeirri
grunnreglu að einungis megi flytja réttindin milli báta innan sömu útgerðar. Með orðalagi frumvarpsgreinarinnar er því sem
fyrr komið í veg fyrir viðskipti með þessar
sérstöku heimildir.
Um 12. gr.
Lagt er til að lögin öðlist þegar gildi. Þó er lagt til að þau ákvæði laganna er varða veiðigjald taki ekki gildi fyrr en 1.
september 2004. Með þessu yrði veittur aðlögunarfrestur að gjaldtökunni í samræmi við tillögur nefndar um endurskoðun
laga um stjórn fiskveiða. Til að veita frekari aðlögunarfrest er lagt til að álagningu gjalda skv. 4. mgr. 23. gr., sbr. 1. mgr.
24. gr., verði komið á í jöfnum þrepum frá 2004 til 2009. Þannig verði veiðigjald miðað við 6% í stað 9,5% árið 2004 og
hækki síðan í jöfnum þrepum árlega og endi í 9,5% árið 2009.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990,
um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
Tilgangur frumvarpsins er fyrst og fremst að leggja á gjald fyrir veiðiheimildir sem veittar eru á grundvelli laga um stjórn
fiskveiða. Um er að ræða veiðigjald sem innheimt yrði frá 1. september árið 2004.
Í 4. gr. frumvarpsins er kveðið á um að sjávarútvegsráðherra skuli fá til ráðstöfunar afla heimildir er nema allt að 12.000
lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga í aflamarki
einstakra tegunda. Þar af er ráðherra heimilt í samráði við Byggðastofnun að veita allt að 1.500 lestir til byggðarlaga sem
lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Miðað við meðalverð þorskígilda árið 2001 er aflaverðmæti 1.500 lesta
um 170 m.kr.
Í 10. gr. frumvarpsins er fjallað um veiðigjald. Við ákvörðun veiðigjalds er gert ráð fyrir því að lagðar verði til
grundvallar aflatekjur að fráteknum reiknuðum kostnaði skv. 23. gr. og skal gjaldið lagt á eigendur fiskiskipa miðað við
úthlutaðar veiðiheimildir eða landaðan afla er komi í hlut skipa þeirra. Hlutfallið verður 6,0% fyrir árið 2004, 6,6% fyrir
árið 2005, 7,3% fyrir árið 2006, 8,0% fyrir árið 2007, 8,7% fyrir árið 2008 og 9,5% frá og með árinu 2009.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum og ekki gerðar breytingar á tekjustofnum Fiskistofu og Þróunarsjóðs
sjávarútvegsins má gera ráð fyrir að gjald fyrir veiðiheimildir hækki í áföng um til ársins 2009, en þá geti gjaldið skilað
ríkissjóði um 1,8–2 milljörðum kr. í tekjur á verðlagi ársins í ár.
Gert er ráð fyrir að veiðigjald verði frádráttarbært frá tekjuskatti og lækkar tekjuskatts stofn fyrirtækjanna sem nemur
gjaldinu að öðru óbreyttu. Ríkissjóður verður því af þeim tekjum, en tekjuskattar fyrirtækja í fiskveiðum námu samtals um
300 m.kr árið 2001 sam kvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra. Er þar um að ræða félög sem heyra undir atvinnu
greinanúmer 05.01, eða fiskveiðar, en hluti útgerðarfélaga er einnig í fiskvinnslu og gæti flokkast þar. Ef miðað er við að
innheimtu veiðieftirlitsgjalds Fiskistofu og þróunarsjóðs gjalds á skip og aflamark verði hætt, eða alls um 850 m.kr.
samkvæmt fjárlögum ársins 2002, verða áhrifin á tekjuskatt minni og nettótekjur ríkisins af gjaldinu aukast um 1–1,2
milljarða kr. þegar gjaldið verður að fullu komið til framkvæmda.
Í greinargerð með frumvarpinu er ráðgert að hluti af veiðigjaldi renni til reksturs Fiski stofu og til
Hafrannsóknastofnunarinnar og er það í samræmi við tillögur nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og
auðlindanefndar. Ætla má að kostnaður ríkissjóðs lækki sem nemur núverandi framlögum af almennum sköttum til
stofnananna.
Miðað við frumvarpið eins og það stendur eitt og sér verða tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi 1,1–1,2 milljarðar kr. árið
2004 og hækka í áföngum og verða 1,8–2,1 milljarður kr. árið 2009. Á móti lækka tekjuskattar á útgerðarfyrirtæki um
18% af því sem tekjuskattsstofninn lækkar hjá þeim fyrirtækjum sem greiða tekjuskatt.