Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2002 Matvælaráðuneytið

Íslensk-rússneska fiskveiðinefndin

Annar fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar
19. – 21. febrúar 2002



Dagana 19.-21. febrúar 2002 var haldinn í St. Pétursborg annar fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar. Nefndin var stofnuð samkvæmt samningi Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegs, sem undirritaður var í apríl árið 2000.
Íslenska sendinefndin var skipuð þeim Þorsteini Geirssyni, sem var formaður sendinefndarinnar, Þórði Ásgeirssyni, Jóhanni Sigurjónssyni, Þóri Skarphéðinssyni og Höskuldi Steinarssyni. Rússneska sendinefndin var skipuð 19 fulltrúum, formaður hennar var A. Mahoedov, en hann er einnig varaformaður Sjávarútvegsráðs Rússlands í Moskvu.
Á fundinum voru rædd sameiginleg hagsmunamál Íslands og Rússland á sviði sjávarútvegsmála. Meðal annars var ákveðið að Fiskistofa skyldi eiga bein samskipti við Murmanrybovod1 varðandi umsóknir og útgáfu veiðileyfa íslenska skipa sem hyggjast veiða í rússneskri lögsögu. Á fyrsta fundi nefndarinnar í fyrra var ákveðið að setja á fót tilraunaverkefni varðandi gervihnattaeftirlit með íslenskum og rússneskum skipum sem erindi áttu inn í lögsögur hvors annars á árinu 2001. Farið var yfir verkefnið og hvernig til hafði tekist og fór svo að undirritaður var samningur um gervihnattaeftirlit á milli þjóðanna.
Ákveðið var að næsti fundur nefndarinnar yrði haldinn á Íslandi í febrúar 2003.


1Svæðastarfsráð Sjávarútvegsráðsins með aðsetur í Murmansk í Rússlandi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum