Ráðstefna um markaðsaðgang að EES-svæðinu og reglur um CE-merkingu vöru
Nr. 013
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Staðlaráð Íslands efna til ráðstefnu föstudaginn 1. mars nk. um markaðsaðgang að EES-svæðinu og reglur um CE-merkingu vöru. Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel og hefst kl. 08:30 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.
Á ráðstefnunni verður fjallað um helstu reglur er varða markaðssetningu ýmissa iðnvara á Evrópska efnahagssvæðinu. Með aðild Íslands að EES-samningnum var rutt úr vegi mikilvægum viðskiptahindrunum sem voru óyfirstíganlegar íslenskum framleiðendum. Gerð verður grein fyrir þeim flokki tilskipana er varða CE-merkingu vöru sem er yfirlýsing framleiðanda, m.a. um að vara uppfylli Evrópureglur og staðla sem er skilyrði þess að markaðssetja megi vöruna á Evrópska efnahagssvæðinu. Mun Evangelos Vardakas, framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu fjalla um áhrif þeirra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Ráðstefnan er öllum opin.
Hjálagt fylgir dagskrá ráðstefnunnar.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 28. febrúar 2002