Hoppa yfir valmynd
1. mars 2002 Forsætisráðuneytið

Kostnaður við einkavæðingu Símans

Frétt nr.: 6/2002

Kostnaður við einkavæðingu Símans

Á blaðamannafundi sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu stóð fyrir í gær þar sem fjallað var um sölu hlutabréfa í Landssíma Íslands hf., var spurt eftir hver kostnaður hafi verið við sölu hlutabréfanna. Ekki lá þá fyrir samantekt um það en gefin upp áætluð tala.

Síðan þá hefur verið kannað hver þessi kostnaður er og þó uppgjör liggi ekki fyrir er ljóst að heildarkostnaður er á milli 140 og 150 m.kr. Lang stærstu kostnaðarliðirnir eru kaup á sérfræðiþjónustu PricewaterhouseCoopers og Búnaðarbanka Íslands hf.

Rétt er að taka fram að auk ítarlegs verðmats vann PricewaterhouseCoopers ítarlega kostgæfnisathugun (due diligence) á fyrirtækinu og tók saman upplýsingaskýrslu um Landssímann en öll þessi gögn munu áfram nýtast við einkavæðingu félagsins. Þá annaðist Búnaðarbankinn gerð útboðs- og skráningarlýsingar fyrirtækisins sem var grundvöllur sölu á almennum markaði og skráningar á Verðbréfaþingi.

Í forsætisráðuneytinu, 1. mars 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta