Hoppa yfir valmynd
8. mars 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameiningarkosningar í mars 2002

Hér með er minnt á að atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga munu fara fram á þremur stöðum á landinu á næstunni. Nánar tiltekið er um að ræða atkvæðagreiðslur um tillögur um sameiningu sveitarfélaga á eftirtöldum stöðum:


9. mars
Tillaga um sameiningu Húsavíkurkaupstaðar og Reykjahrepps í eitt sveitarfélag.


16. mars
Tillaga um sameiningu Ásahrepps, Djúpárhrepps, Holta- og Landsveitar og Rangárvallahrepps í eitt sveitarfélag.


16. mars
Tillaga um sameiningu Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Saurbæjarhrepps í eitt sveitarfélag.


Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur enn yfir. Unnt er að greiða atkvæði hjá sýslumönnum og hreppstjórum um allt land, en um afgreiðslutíma vísast á viðkomandi embætti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta