Hoppa yfir valmynd
13. mars 2002 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Þýskalands

Nr. 18

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í opinberri heimsókn í Þýskalandi dagana 12. til 14. mars n.k. Á meðan heimsókninni stendur mun hann eiga fundi með Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, Hans-Ulrich Klose, formanni utanríkismálanefndar Bundestag, Klaus Wowereit, borgarstjóra Berlínar, Wolfgang Thierse, forseta Bundestag og Dieter Kastrup, ráðgjafa kanslara Þýskalands í öryggis- og utanríkismálum.

Utanríkisráðherra mun fyrir hönd menntamálaráðherra undirrita samning um lektorsstöðu við Humboldtháskólann. Hann mun jafnframt flytja fyrirlestur í Deutsche Gesellschaft für Auswärtige Politik og eiga fund með formanni félagsins Hans Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands.

Hjálögð er dagskrá heimsóknarinnar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 13. mars 2002



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta