Hoppa yfir valmynd
14. mars 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Norræna Umhverfismerkið veitt S. Hólm fyrir UNDRA

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur afhent S. Hólm leyfi Norræna umhverfismerkisins, Svaninn, fyrir iðnaðarhreinsinn Undra.
Undri er fyrsta iðnaðarhreinsiefnið sem hlýtur vottun Norræna Umhverfismerkisins á Íslandi, en Ísland er í forsvari í vinnu fyrir viðmiðunarreglurnar sem liggja til grundvallar leyfisveitingunni.
Undri var þróaður á Iðntæknistofnun Íslands með styrk frá Rannsóknarráði Íslands. Hann var þróaður með það í huga að nýta lambamör, sem er vannýtt aukaafurð, í hreinsiefni sem nota mætti til að hreinsa fitu, olíu og tjöru sem til fellur í ýmsum iðnaði. Þessi nýting á hráefni, sem að öðrum kosti yrði að farga eykur enn á gildi þessarar framleiðslu fyrir umhverfið. Notkun á umhverfismerktu iðnaðarhreinsiefni kemur sér einnig vel fyrir þau fyrirtæki og stofnanir sem eru með yfirlýsta umhverfisstefnu þar sem öllum ráðum er beitt til að valda sem minnstri mengun í náttúrunni.
Svanurinn er Norrænt umhverfismerki sem Norrræna ráðherranefndin setti á stofn árið 1989. Öll Norðurlöndin taka þátt í þessu samstarfi. Fyrstu vörurnar sem báru Norræna umhverfismerkið komu á markað árið1991 og hefur fjöldi merktra vara aukist stöðugt síðan. Á Íslandi eru um 70 leyfi á 16 vöruflokkum. S. Hólm er þriðja íslenska fyrirtækið sem fær leyfi til að nota Norræna umhverfismerkið á vöru sem það framleiðir. Hin fyrirtækin eru Frigg fyrir Maraþon milt þvottaefni og Prentsmiðjan hjá GuðjónÓ fyrir prentverk.
Á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins, www.hollver.is, er að finna nánari upplýsingar um Norræna umhverfismerkið - Svaninn.
Fréttatilkynning nr. 2/2002
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta