Norræna Umhverfismerkið veitt S. Hólm fyrir UNDRA
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur afhent S. Hólm leyfi Norræna umhverfismerkisins, Svaninn, fyrir iðnaðarhreinsinn Undra.
Undri er fyrsta iðnaðarhreinsiefnið sem hlýtur vottun Norræna Umhverfismerkisins á Íslandi, en Ísland er í forsvari í vinnu fyrir viðmiðunarreglurnar sem liggja til grundvallar leyfisveitingunni.
Undri var þróaður á Iðntæknistofnun Íslands með styrk frá Rannsóknarráði Íslands. Hann var þróaður með það í huga að nýta lambamör, sem er vannýtt aukaafurð, í hreinsiefni sem nota mætti til að hreinsa fitu, olíu og tjöru sem til fellur í ýmsum iðnaði. Þessi nýting á hráefni, sem að öðrum kosti yrði að farga eykur enn á gildi þessarar framleiðslu fyrir umhverfið. Notkun á umhverfismerktu iðnaðarhreinsiefni kemur sér einnig vel fyrir þau fyrirtæki og stofnanir sem eru með yfirlýsta umhverfisstefnu þar sem öllum ráðum er beitt til að valda sem minnstri mengun í náttúrunni.
Svanurinn er Norrænt umhverfismerki sem Norrræna ráðherranefndin setti á stofn árið 1989. Öll Norðurlöndin taka þátt í þessu samstarfi. Fyrstu vörurnar sem báru Norræna umhverfismerkið komu á markað árið1991 og hefur fjöldi merktra vara aukist stöðugt síðan. Á Íslandi eru um 70 leyfi á 16 vöruflokkum. S. Hólm er þriðja íslenska fyrirtækið sem fær leyfi til að nota Norræna umhverfismerkið á vöru sem það framleiðir. Hin fyrirtækin eru Frigg fyrir Maraþon milt þvottaefni og Prentsmiðjan hjá GuðjónÓ fyrir prentverk.
Á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins, www.hollver.is, er að finna nánari upplýsingar um Norræna umhverfismerkið - Svaninn.
Undri er fyrsta iðnaðarhreinsiefnið sem hlýtur vottun Norræna Umhverfismerkisins á Íslandi, en Ísland er í forsvari í vinnu fyrir viðmiðunarreglurnar sem liggja til grundvallar leyfisveitingunni.
Undri var þróaður á Iðntæknistofnun Íslands með styrk frá Rannsóknarráði Íslands. Hann var þróaður með það í huga að nýta lambamör, sem er vannýtt aukaafurð, í hreinsiefni sem nota mætti til að hreinsa fitu, olíu og tjöru sem til fellur í ýmsum iðnaði. Þessi nýting á hráefni, sem að öðrum kosti yrði að farga eykur enn á gildi þessarar framleiðslu fyrir umhverfið. Notkun á umhverfismerktu iðnaðarhreinsiefni kemur sér einnig vel fyrir þau fyrirtæki og stofnanir sem eru með yfirlýsta umhverfisstefnu þar sem öllum ráðum er beitt til að valda sem minnstri mengun í náttúrunni.
Svanurinn er Norrænt umhverfismerki sem Norrræna ráðherranefndin setti á stofn árið 1989. Öll Norðurlöndin taka þátt í þessu samstarfi. Fyrstu vörurnar sem báru Norræna umhverfismerkið komu á markað árið1991 og hefur fjöldi merktra vara aukist stöðugt síðan. Á Íslandi eru um 70 leyfi á 16 vöruflokkum. S. Hólm er þriðja íslenska fyrirtækið sem fær leyfi til að nota Norræna umhverfismerkið á vöru sem það framleiðir. Hin fyrirtækin eru Frigg fyrir Maraþon milt þvottaefni og Prentsmiðjan hjá GuðjónÓ fyrir prentverk.
Á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins, www.hollver.is, er að finna nánari upplýsingar um Norræna umhverfismerkið - Svaninn.
Fréttatilkynning nr. 2/2002
Umhverfisráðuneytið
Umhverfisráðuneytið