Menning - listir, menningararfur, útvarp, málrækt, íþróttir, æskulýðsmál.
Til ýmissa aðila
Menning - listir, menningararfur, útvarp, málrækt, íþróttir, æskulýðsmál
Meðfylgjandi sendist til fróðleiks ritið "Menning - listir, menningararfur, útvarp, málrækt, íþróttir, æskulýðsmál".
Árið 1996 gaf menntamálaráðuneytið út tölfræðihandbók um menntun og menningu og var það fyrsta almenna tölfræðiritið sem gefið hafði verið út um mennta- og menningarmál. Handbókin var tvískipt. Í fyrri hlutanum var fjallað um menntamál og í hinum síðari um menningarmál. Kaflinn um menningarmál var ári síðar endurskoðaður og gefinn út í enskri útgáfu. Handbókin vakti töluverða athygli og er óhætt að segja að ritið hafi reynst gagnlegt þeim aðilum sem að þessum málaflokkum koma og um þá fjalla, innlendum sem erlendum.
Ráðuneytið hefur endurskoðað kaflann um menningarmál og gefið hann út á íslensku og ensku. Auk þess er efnið birt á vef ráðuneytisins www. menntamalaraduneyti.is
(Mars 2002)