Hoppa yfir valmynd
26. mars 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umhverfisráðstefna barna í Kanada.

Til skólaskrifstofa grunnskóla, Landverndar
og umsjónarmanns Globe verkefnisins


Umhverfisráðstefna barna í Kanada


Menntamálaráðuneytið hefur verið beðið um að koma á framfæri upplýsingum til grunnskóla um fyrirhugaða umhverfisráðstefnu um 800 barna á aldrinum 10-12 ára frá a.m.k. 115 löndum sem haldin verður í Kanada í maí 2002.

Hjálagt er kynningarskjal til skólaskrifstofa grunnskóla o.fl. um framangreinda umhverfisráðstefnu, sjá einnig upplýsingar á slóðinni: www.iccCanada2002.org. Ráðstefnan er haldin í tengslum við leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og að 10 ár eru nú liðin frá því að umhverfisráðstefnan í Ríó var haldin, í þeim tilgangi að rödd barna fái að heyrast í þessu ferli.

Vakin er athygli á því að frestur til að tilkynna þátttöku er liðinn en engu að síður var ráðuneytið beðið um að koma þessum upplýsingum á framfæri og að möguleikar eru enn fyrir hendi að senda fulltrúa frá Íslandi á ráðstefnuna.

Menntamálaráðuneytið veitir ekki ferðastyrki vegna þátttöku í ráðstefnunni.

(Mars 2002)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta