Ráðstefna um lýðræðisleg gildi í skólastarfi.
Til leikskólastjóra, skólastjóra grunnskóla og skólameistara framhaldsskóla
Ráðstefna um lýðræðisleg gildi í skólastarfi
Þann 19. september nk. verður haldin á Hótel Loftleiðum ráðstefna um lýðræðisleg gildi í skólastarfi. Ráðstefnan verður haldin í tengslum við 50 ára afmæli norrænu ráðherranefndarinnar á þessu ári. Hliðstæðar ráðstefnur verða haldnar á hinum Norðurlöndunum á svipuðum tíma og er markmiðið m.a. að gefa heildarmynd af norrænum gildum í skólastarfi. Loks verður þessu þema gerð skil á norrænni ráðstefnu í Helsingfors í október nk.
Á ráðstefnunni er gert ráð fyrir að kynna og sýna nokkur verkefni sem unnið hefur verið með í skólastarfi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnin skulu snúast um lýðræðisleg gildi í skólastarfi. Dæmi um þemu sem rúmast innan verkefnisins eru: jafnrétti, samvinna, gagnkvæm virðing, ábyrgð, sjálfstæði og gagnrýn hugsun, einelti, félagsvitund. Þátttaka er skólum að kostnaðarlausu.
Skólum er hér með gefinn kostur á að senda upplýsingar um verkefni á meðfylgjandi eyðublaði. Einnig er hægt er að nálgast það á heimasíðu menntamálaráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is Eyðublaðinu skal skila til menntamálaráðuneytisins í síðasta lagi 15. apríl 2002. Því má einnig skila í tölvupósti á eftirfarandi netfang: [email protected].
Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sem skipuð er fulltrúum menntamálaráðuneytisins, Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands velur nokkur verkefni til kynningar á ráðstefnunni. Eitt verkefni sem kynnt verður á ráðstefnunni 19. september verður valið til kynningar á ráðstefnunni í Helsingfors í október.
Nánari upplýsingar veitir Sesselja Snævarr, [email protected]
Eyðublaðið (doc - 19,5KB) (pdf - 5,57KB)
(Apríl 2002)