Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2002 Forsætisráðuneytið

Skipan orðunefndar

Hulda Valtýsdóttir blaðamaður hefur verið skipuð formaður orðunefndar hinnar íslensku fálkaorðu í stað Ásgeirs Péturssonar fv. bæjarfógeta, sem að eigin ósk hefur verið veitt lausn frá því embætti. Sæti hans í nefndinni tekur Ólafur G. Einarsson fv. ráðherra og forseti Alþingis.

Auk þeirra er nefndin skipuð Jóni Helgasyni fv. ráðherra og forseta sameinaðs Alþingis, Sigmundi Guðbjarnasyni prófessor og Stefáni L. Stefánssyni forsetaritara, sem jafnframt er orðuritari. Varamaður í nefndinni er Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta