Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breyting á kosningalögum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998. Verið er að þýða hin nýju lög á ensku og stendur kynning fyrir dyrum meðal útlendinga á Íslandi.

Helsta nýmæli laganna er að allir erlendir ríkisborgarar, aðrir en danskir, finnskir, norskir og sænskir, sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, skulu njóta kosningarréttar og kjörgengis við sveitarstjórnarkosningar. Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar skulu áfram hljóta þennan rétt eftir að hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt.

Lög um breytingu á lögum nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta