Forsíðufrétt - laust starf lögfr. apríl 2002
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
lögfræðingur
Starf á lögfræðiskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins er laust til umsóknar.
Verkefni eru m.a. þátttaka í undirbúningi lagafrumvarpa, samning reglugerða, samskipti við Alþingi, stjórnsýsluúrskurðir, erlend samskipti og afgreiðsla erinda á lögfræðisviði.
Umsækjendur skulu hafa lokið embættisprófi í lögfræði.
Launakjör eru samkvæmt samningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðríður Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri lögfræðisskrifstofu í síma 560 9700.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík eigi síðar en 26. apríl n.k.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytið,
Reykjavík 3. apríl 2002
Reykjavík 3. apríl 2002