Auglýsing um ökutækjatryggingar
AUGLÝSING
um ökutækjatryggingar.
1. gr.
Samkvæmt heimild í 3. mgr. 91. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 84/1998, er ákveðið að vátryggingarfjárhæðir ábyrgðartryggingar ökutækja samkvæmt 2. mgr. 91. gr. skuli vera 1.278 millj. kr. vegna líkamstjóns eða vegna missis framfæranda og 227 millj. kr. vegna tjóns á munum.
2. gr.
Samkvæmt heimild í 4. mgr. 92. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 32/1998, er ákveðið að vátryggingarfjárhæð slysatryggingar ökumanns og vátryggingartaka samkvæmt 1. - 3. mgr. 92. gr. skuli vera 96 millj. kr.
3. gr.
Samkvæmt heimild í 4. málsl. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um lögmæltar ökutækjatryggingar, nr. 556 29. desember 1993, sbr. reglugerð nr. 309/1999, er ákveðið að hámark eigin áhættu vátryggingartaka samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 6. gr. skuli vera 112.000 kr. fyrir einstakling og 240.000 kr. fyrir rekstraraðila, svo og að hámark eigin áhættu samkvæmt 3. málsl. 3. mgr. 6. gr. skuli vera 40.000 kr.
4. gr.
Ákvæði auglýsingar þessarar taka þegar gildi.
Jafnframt fellur úr gildi auglýsing um ökutækjatryggingar, nr. 279, 28. mars 2001.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 9. apríl 2002