Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2002 Utanríkisráðuneytið

Blaðamannafundur utanríkisráðherra 15. apríl nk. vegna NATO-funda í Reykjavík

Nr. 028

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________



Nr. 028


Vorfundir utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess verða haldnir í Reykjavík 14. og 15. maí næstkomandi.

Af því tilefni boðar utanríkisráðuneytið til blaðamannafundar mánudaginn 15. apríl 2002, þar sem Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mun gera grein fyrir fyrirhuguðum fundum.

Blaðamannafundur utanríkisráðherra hefst kl. 16.00 í fundarsal á 2. hæð utanríkisráðuneytisins, mánudaginn 15. apríl 2002.

Jafnframt er athygli fjölmiðla vakin á því að utanríkisráðuneytið hefur nú hafið skráningu á innlendum blaða- og fréttamönnum og tæknimönnum sem munu fjalla um utanríkisráðherrafundina í Reykjavík og er þess óskað að fjölmiðlar fylli út meðfylgjandi skráningarblað og komi til utanríkisráðuneytisins eigi síðar en 3. maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar um utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins er einnig að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins, www.utanrikisraduneyti.is



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík,



- SCAN1350.TIF





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12. apríl 2002.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta