Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2002 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Slóvakíu

Nr. 027

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Eduard Kukan, utanríkisráðherra Slóvakíu, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 14. - 16. apríl næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Á fundi utanríkisráðherra Íslands og Slóvakíu mánudaginn 15. apríl verða gagnkvæm samskipti ríkjanna efst á baugi og ennfremur munu ráðherrarnir undirrita samning um afnám tvísköttunar. Ráðherrarnir munu einnig ræða öryggismál í Evrópu, málefni Atlantshafsbandalagsins og undirbúning vorfundar bandalagsins og samstarfsríkja þess í Reykjavík 14.- 15. maí næstkomandi.

Þess má geta að Slóvakía er á meðal níu ríkja sem sótt hafa um aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Utanríkisráðherra Slóvakíu mun jafnframt eiga fund með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, opna nýja skrifstofu kjörræðismanns Slóvakíu á Íslandi og halda fyrirlestur um stefnu Slóvakíu í utanríkismálum og stöðu landsins með tilliti til hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu.

Fyrirlesturinn er haldinn í Norræna húsinu í boði Félags stjórnmálafræðinga og stjórnmálafræðiskorar Háskóla Íslands og hefst hann kl. 14.45 mánudaginn 15. apríl næstkomandi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12. apríl 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta