Styrkir til framhaldsnáms
Styrkir til framhaldsnáms í fiskifræði
eða skyldum greinum
Sjávarútvegsráðuneytið mun á árinu 2002 veita styrki til framhaldsnáms við háskóla til meistaragráðu, doktorsgráðu eða sambærilegrar prófgráðu í fiskifræði eða skyldum greinum, s.s. veiðarfærafræði, sjávarlíffræði eða haffræði.
Styrkirnir eru tveir, að upphæð kr. 750.000 kr. og 250.000 kr.
Umsóknir skulu sendast sjávarútvegsráðuneytinu eigi síðar en 9. maí n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið