Könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla.
Til sveitarfélaga,
skólaskrifstofa og annarra aðila
Könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla.
Menntamálaráðuneytið sendi í nóvember sl. til sveitarfélaga könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla, sbr. reglugerð nr. 386/1996 um sérfræðiþjónustu skóla. Markmið með könnuninni var að fá fram upplýsingar um skipulag, inntak og framkvæmd sérfræðiþjónustu í grunnskólum sem sveitarfélögum ber að sinna.
Meðfylgjandi er stutt skýrsla sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út með niðurstöðum úr framangreindri könnun sem send er til allra sveitarfélaga, skólaskrifstofa og ýmissa annarra aðila sem tengjast skólahaldi í grunnskólum. Þess er vænst að viðtakendur kynni skýrsluna með viðeigandi hætti á sínum vettvangi.
Ýmsar ábendingar bárust um endurskoðun reglugerðar um sérfræðiþjónustu skóla og mun menntamálaráðuneytið vinna nánar úr svörum við þeirri spurningu.
Vakin er athygli á því að skýrslan er einnig aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytisins. (doc - 162KB) (pdf - 32,9KB)