Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2002 Forsætisráðuneytið

Samþykkt ríkisstjórnar

Frétt nr.: 15/2002

Endurskoðun gjaldtöku í þágu hagsmunasamtaka í atvinnulífinu

Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli sjávarútvegsráðherra og Alþingis á því að hann telji verulegan vafa leika á því að ákvæði laga nr. 24/1986 um ráðstöfun fjár af greiðslumiðlunarreikningi smábáta til Landssambands smábátaeigenda fullnægi þeim kröfum sem félagafrelsisákvæði síðari málsliðar 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar gerir. Í áliti sínu vekur hann jafnframt athygli á að sama kunni að breyttu breytanda að eiga við um ráðstöfun fjár af greiðslumiðlunarreikningi fiskiskipa til annarra hagsmunafélaga í sjávarútvegi.

Af þessu tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa starfshóp til að taka ofangreinda tilhögun sem og aðra gjaldtöku í þágu hagsmunasamtaka í atvinnulífinu til endurskoðunar.

Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, landbúnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra undir forystu fulltrúa forsætisráðherra.

Í Reykjavík, 19. apríl 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta