Viðræður við fulltrúa Alcoa um byggingu álvers í Reyðarfirði.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 6/2002
Fulltrúar Alcoa hafa verið á Íslandi undanfarna daga til að kynna sér möguleika á byggingu álvers í Reyðarfirði sem nýtir orku frá Kárahnjúkavirkjun. Alcoa er stærsta fyrirtæki á Vesturlöndum í áliðnaði og er með starfsemi á öllum sviðum þess iðnaðar, þ.e. súrálsframleiðslu, álframleiðslu og úrvinnslu. Starfsmenn fyrirtækisins eru 129 þúsund í 38 löndum og velta fyrirtækisins er um 2.300 milljarðar króna. Frekari viðræður munu eiga sér stað milli Alcoa og Fjárfestingarstofunnar – orkusviðs á næstu vikum.
Reykjavík, 19. apríl 2002.