Fundur utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Danmerkur
Nr. 035
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með utanríkisráðherra Dana, Per Stig Møller, en Danmörk mun taka við formennsku í Evrópusambandinu í júlí n.k. Á fundinum ræddu þeir m.a. um stækkun ESB og EES svæðisins, framkvæmd EES - samningsins og sjávarútvegsstefnu ESB.
Ráðherrarnir ræddu einnig um fund utanríkisráðherra NATO í Reykjavík í maí, og í því sambandi fyrirhugaða stofnun NATO - Rússland ráðs. Viku þeir einnig að ástandi mála við botn Miðjarðarhafs.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. apríl 2002