Hoppa yfir valmynd
2. maí 2002 Matvælaráðuneytið

132.080 lestir af síld

Fréttatilkynning

Síldveiðar úr norsk - íslenska síldarstofninum.


Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Samkvæmt reglugerð þessari mega síldaveiðar hefjast 10. maí n.k. en veiðarnar eru háðar sérstöku leyfi Fiskistofu. Á komandi síldarvertíð er íslenskum skipum heimilt að veiða 132.080 lestir af síld og verður því magni skipt milli einstakra skipa á grundvelli aflahlutdeildar þeirra. Samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á Alþingi í þessari viku, skal hverju skipi úthlutuð aflahlutdeild á grundvelli aflareynslu þess á síldveiðum á árunum 1994 -2001. Fiskistofa mun á næstu dögum senda útgerðum síldarskipa tilkynningu um aflahlutdeild skipa þeirra og aflamark á næstu vertíð.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. maí 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta