Breytingar á fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum
Ráðuneytið hefur staðfest breytingar á fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum eftirfarandi sveitarfélaga (núverandi fjöldi er innan sviga):
Austur-Hérað |
7 |
(9) |
Djúpavogshreppur |
5 |
(7) |
Fjarðabyggð |
9 |
(11) |
Mýrdalshreppur |
5 |
(7) |
Norður-Hérað |
5 |
(7) |
Sveitarfélagið Hornafjörður |
7 |
(11) |
Sveitarfélagið Skagafjörður |
9 |
(11) |
Vesturbyggð |
7 |
(9) |
Í flestum tilvikum er um að ræða sveitarfélög sem urðu til við sameiningu sveitarfélaga á árunum 1990–1998. Munu framangreindar breytingar leiða til þess að sveitarstjórnarmönnum fækkar um 18 á næsta kjörtímabili.
Öllu meiri fækkun mun þó eiga sér stað vegna sameiningar sveitarfélaga. Ein sameining tók gildi á kjörtímabilinu, sem var sameining Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps og áttu samtals 13 manns sæti í hreppsnefndum sveitarfélaganna þriggja. Kosið var til sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags, sem hlaut nafnið Hörgárbyggð, á miðju yfirstandandi kjörtímabili og þar eiga nú sæti sjö sveitarstjórnarmenn.
Við almennar sveitarstjórnarkosningar 25. maí 2002 verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar í níu sameinuðum sveitarfélögum. Einungis tvö þeirra hafa hlotið nafn þegar þetta er ritað, Blönduóssbær (varð til við sameiningu Blönduóssbæjar og Engihlíðarhrepps) og Rangárþing eystra (varð til við sameiningu Austur-Eyjafjallahrepps, Vestur-Eyjafjallahrepps, Austur-Landeyjahrepps, Vestur-Landeyjahrepps, Fljótshlíðarhrepps og Hvolhrepps). Í flestum hinna sveitarfélaganna mun fara fram atkvæðagreiðsla um heiti sameinaðs sveitarfélags samhliða sveitarstjórnarkosningunum.
Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórnum hinna sameinuðu sveitarfélaga er sem hér segir (samanlagður fjöldi fulltrúa) í sveitarstjórnum sveitarfélaganna sem sameinast innan sviga):
Blönduóssbær |
7 |
(12) |
Rangárþing eystra |
9 |
(30) |
Sveitarfélag sem varð til við sameiningu Djúpárhrepps, Holta- og Landsveitar og Rangárvallahrepps |
9 |
(17) |
Sveitarfélag sem varð til við sameiningu Skeiðahrepps og Gnúpverjahrepps |
7 |
(10) |
Sveitarfélag sem varð til við sameiningu Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps |
7 |
(15) |
Sveitarfélag sem varð til við sameiningu Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps |
5 |
(10) |
Sveitarfélag sem varð til við sameiningu Skagahrepps og Vindhælishrepps |
5 |
(10) |
Sveitarfélag sem varð til við sameiningu Húsavíkurkaupstaðar og Reykjahrepps |
9 |
(14) |
Sveitarfélag sem varð til við sameiningu Bárðdælahrepps Hálshrepps, Ljósavatnshrepps og Reykdælahrepps |
7 |
(20) |
Samanlagður fulltrúafjöldi í sveitarstjórnum ofangreindra níu sveitarfélaga auk Hörgárbyggðar verður því 72 en var áður 151. Fækkun sveitarstjórnarmanna vegna sameiningar sveitarfélaga nemur því 79 fulltrúum. Þegar bætt er við þeirri fækkun sem leiðir af samþykktum sveitarstjórna, og raktar voru að framan, er ljóst að kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum mun fækka um 97 frá upphafi síðasta kjörtímabils. Heildarfjöldi sveitarstjórnarmanna sem kjörnir voru í kosningunum 1998 var 756 en verður nú, eftir fækkun, 659 samanber meðfylgjandi töflu.
Yfirlit yfir fjölda sveitarfélaga fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 og fjölda fulltrúa í sveitarstjórn
2002 |
1998 |
Breyting |
% | |
Samtals íbúafjöldi |
286.275 |
272.064 |
14.211 |
5% |
Fjöldi sveitarfélaga |
105 |
124 |
-19 |
-15% |
Samtals fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn |
659 |
756 |
-97 |
-13% |
Íbúafjöldi á bak við hvern fulltrúa |
434 |
360 |
75 |
21% |
Kosið listakosningu* |
62 |
66 |
-4 |
-6% |
Kosið óbundinni kosningu* |
43 |
58 |
-15 |
-26% |
*Áætlun fyrir 2002. Liggur endanlega fyrir eftir 4. maí |