Hoppa yfir valmynd
3. maí 2002 Utanríkisráðuneytið

Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu 2002-2004

Nr. 40

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur erindi um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2002 - 2004, í Háskólanum á Akureyri 7. maí nk. kl. 12:15.

Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu í október n.k. og gegnir henni í tvö ár. Norðurskautsráðið er samráðs og samvinnuvettvangur ríkja um stefnumörkun á sviði sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum. Aðildarríki ráðsins eru átta, Norðurlöndin fimm, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Á vettvangi Norðurskautsráðsins er unnið að fjölda verkefna á sviði umhverfis-, efnahags- og félagsmála. Í erindi sínu mun utanríkisráðherra m.a. gera grein fyrir starfsemi Norðurskautsráðsins og fjalla um hugmyndir sínar um þróun þess á formennskutíma Íslands.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. mai 2002.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta