Skýrsla nefndar um hnattvæðingu
Nr. 41
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Í tilefni af nýrri skýrslu nefndar um áhrif hnattvæðingar hér á landi boðar utanríkisráðuneytið til blaðamannafundar í utanríkisráðuneytinu kl. 14.00, mánudaginn 6. maí 2002.
Á fundinum mun formaður nefndarinnar, Þórður Friðjónsson, forstjóri Verðbréfaþings Íslands afhenda Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, skýrsluna og kynna helstu efnisatriði hennar ásamt öðrum nefndarmönnum.
Í nefndinni sátu, auk Þórðar, þeir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyrar, Páll Sigurjónsson, formaður stjórnar Útflutningsráðs, Rannveig Rist, forstjóri Íslenska álfélagsins, Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við Háskóla Íslands, Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Horft til framtíðar - Skýrsla nefndar um áhrif hnattvæðingar (Word-skjal, 282 Kb).
Horft til framtíðar - Skýrsla nefndar um áhrif hnattvæðingar (PDF-skrá, 299 Kb).
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. mai 2002.