Hoppa yfir valmynd
8. maí 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framboðslistar hafa nú verið birtir á kosningavef ráðuneytisins

Starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið að því hörðum höndum síðustu dagana að safna saman upplýsingum um alla framboðslista og skrá þær upplýsingar til birtingar á kosningavefnum. Hér er um ærið verk að ræða en nú eiga að vera aðgengilegar á vefnum upplýsingar um framboðslista í flestum sveitarfélögum. Í nokkrum sveitarfélögum vantar þó fullnægjandi upplýsingar og í þeim tilvikum á starfsfólk kosningavefsins ekki annan kost en að bíða með birtingu þar til úr hefur verið bætt.

Þar sem áhersla hefur verið lögð á að birta upplýsingar eins fljótt og frekast er mögulegt hefur ekki unnist tími til að yfirfara allar upplýsingar eins vandlega og æskilegt væri. Eru notendur vefsins beðnir að senda ábendingar um leiðréttingar í rafpósti til: [email protected]

Starfsfólk kosningavefsins þakkar góð viðbrögð formanna yfirkjörstjórna og starfsmanna sveitarfélaga sem flestir hafa sent allar nauðsynlegar upplýsingar fljótt og vel. Væntum við þess að jafn greiðlega gangi að safna saman upplýsingum um úrslit kosninganna og nöfn nýkjörinna sveitarstjórnarmanna.


| Kosningar2002.is |



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta