Hoppa yfir valmynd
16. maí 2002 Utanríkisráðuneytið

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA

Nr. 044

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Hinn 16. maí 2002 birti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) frammistöðumat um innleiðingu tilskipana ESB sem var undirbúið á sama tíma og mat framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins.

Helstu niðurstöður varðandi innleiðingu EES tilskipananna eru eftirfarandi:

· Samanburður á frammistöðu hinna 18 ríkja EES við innleiðingu tilskipana sýnir að Ísland er í fjórða sæti af öllum EES-ríkjum, með 99,2% árangur við innleiðingu, aðeins 0,8% tilskipana eru óinnleiddar. Við síðasta mat í nóvember var Ísland í 6. sæti með 1,4% tilskipana óinnleiddar.
· Noregur er með besta árangur EES-ríkjanna (0,5%). Næst á eftir koma Svíþjóð (0,7%), Danmörk (0,7%) og á eftir Íslandi, Finnland (0,9%). Markmiðið sem ESB ríkin settu sér fyrir leiðtogafundinn í Barselóna var að ekki yrði meira en 1,5% tilskipana óinnleiddar og er Ísland því vel innan þeirra marka, en aðeins 7 ESB ríki hafa náð þessu markmiði.
· Öll EES EFTA-ríkin hafa bætt frammistöðu sína og dregið hefur úr fjölda þeirra tilskipana sem eru óinnleiddar í innlendar réttarreglur.
· Sérstök athygli var vakin á því að Ísland sýndi bestan árangur EES EFTA ríkjanna við að leysa mál vegna athugasemda ESA á frumstigi. Skjót viðbrögð skipta máli því ef mál eru leyst á fyrstu stigum er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsama kærumeðferð.

Ljóst er að Ísland hefur bætt innleiðingu tilskipana verulega undanfarin tvö ár. Í nóvember 2000 hafði Ísland innleitt 95,4% tilskipana (4,6% óinnleidd) og var þá í 17. sæti listans, því næstneðsta.

Meðfylgjandi er mynd sem sýnir árangur hvers EES ríkis, svo og fréttatilkynning ESA.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16.05.2002



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta