Sjálfstæðisyfirlýsing Austur-Tímor 19. maí 2002
Nr. 046
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Á miðnætti þann 19. maí n.k. verður Austur-Tímor lýst sjálfstætt ríki. Ríkisstjórn Íslands hefur sent nýkjörnum forseta, hr. Xanana Gusmao, árnaðaróskir í tilefni af sjálfstæði landsins. Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Japan, verður fulltrúi Íslands við hátíðahöld sem fram fara af þessu tilefni.
Árið 1999 kusu íbúar Austur-Tímor að segja sig úr sambandi við Indónesíu, en indónesísk stjórnvöld höfðu farið þar með völd síðan árið 1975, þegar þau réðust inn í landið. Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar stjórnað landinu.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. maí 2002.