Opinber heimsókn utanríkisráðherra El Salvador
Nr. 048
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðherra El Salvador, Maria E. Brizuela De Avila, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 23.- 25. maí næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.
Utanríkisráðherra El Salvador mun eiga fundi með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, Sólveigu Pétursdóttur, dómsmálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur, formanni utanríkismálanefndar Alþingis.
Utanríkisráðherrann mun ennfremur funda með fulltrúum Þróunarsamvinnustofnunar og Útflutningsráðs og auk þess heimsækja Bláa lónið og kynna sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. maí 2002