Hoppa yfir valmynd
28. maí 2002 Forsætisráðuneytið

Málstofa um sögu Stjórnarráðs Íslands

28. maí 2002

Málstofa um sögu Stjórnarráðs Íslands
á vegum Íslenska söguþingsins

Föstudaginn 31. maí kl. 9:00-10:30 verður haldin í Háskóla Íslands málstofa um sögu Stjórnarráðs Íslands á vegum Íslenska söguþingsins sem stendur yfir dagana 30. maí til 2. júní. Málstofan er haldin í stofu 106 í Odda.

Í málstofunni verður fjallað um Stjórnarráð Íslands sem arfleifð frá danskri/erlendri fyrirmynd. Settar verða fram þær spurningar hvort og hvaða sérstöðu íslenska stjórnaráðið hafi haft í samanburði við það danska, hvernig það hafi þróast á 20. öld og við hvaða fyrirmyndir hafi verið stuðst er breytt var lögum og reglum um Stjórnarráðið. Var mótun Stjórnarráðsins sérstök eða mjög í anda þess sem tíðkaðist í nágrannalöndum? Í málstofunni verður einnig fjallað um nýskipan í ríkisrekstri, undir lok 20. aldar. Þær breytingar sem þá urðu voru mjög í anda þeirrar þróunar sem átti sér stað víða um lönd á þessum tíma og voru kenndar við nýja opinbera stjórnun (new public management). Gerð verður grein fyrir hvert fyrirmyndir voru einkum sóttar og hverjar voru helstu ástæður fyrir þessum breytingum. – Loks verður fjallað um söguritun um Stjórnarráð Íslands, rætt um þá stefnu sem var tekin við ritun verksins sem nú stendur yfir og fjallað um kosti hennar og galla.

Þátttakendur:
Ásmundur Helgason lögfræðingur: Stjórnarráð Íslands. Þróun danskrar stjórnsýsluarfleifðar á 20. öld
Ómar H. Kristmundsson stjórnsýslufræðingur: Siðaskipti við stjórnun ríkisstofnana? Nýskipunarstefna fjármálaráðuneytisins 1991-1998
Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur: Söguritun um Stjórnarráð Íslands
Fundarstjóri: Sigurður Líndal prófessor emeritus.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta