Hoppa yfir valmynd
28. maí 2002 Dómsmálaráðuneytið

Mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna

Mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum, úttekt á aðgerðum gegn spillingu

Fréttatilkynning

Nr. 10/ 2002


Úttektarnefnd á vegum OECD er nú stödd hér á landi til að kanna hvort Ísland fullnægi skyldum sínum samkvæmt samningi um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum sem undirritaður var í París 17. desember 1997. Nefndin mun hitta fjölda aðila, en auk stjórnvalda eru m.a. kallaðir á fund nefndarinnar fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Verslunarráðs Íslands, ASÍ, Lögmannafélags Íslands og Blaðamannafélags Íslands ásamt fulltrúum nokkurra fyrirtækja.

Athugun úttektarnefndarinnar beinist í hnotskurn að aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn spillingu. Kannað verður m.a. hlutverk lögreglu, ákæruvalds og dómstóla í meðferð mútumála og annarra tengdra mála og þátt einstakra stofnana í þessu sambandi. Einnig verða könnuð viðhorf atvinnulífsins til spillingar og aðgerðir þess til að sporna við henni. Úttekt OECD nefndarinnar er áþekk þeirri sem gerð var á vegum GRECO, ríkjahóps Evrópuráðsins, fyrir rúmu ári síðan, sbr. skýrslu GRECO frá 14. september sl.

Heimsókn úttektarnefndarinnar er dagana 27.-30. maí. Niðurstöður hennar verða birtar í skýrslu sem er væntanleg síðar á þessu ári.



Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
28. mai 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta