Hoppa yfir valmynd
29. maí 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Undirbúningshópur sem skipuleggja á átak á Íslandi gegn verslun með konur (mansal)

Á fundi ráðherra jafnréttismála frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsþjóðunum hinn 15. júní 2001 sem átti sér stað á ráðstefnunni Konur og lýðræði (Women and Democracy) í Vilnius í Litháen var lögð fram tillaga um sameiginlega baráttu Norðurlandanna og Eystrasaltsþjóðanna gegn verslun með konur (mansal). Var ákveðið að efna til sameiginlegs átaks jafnréttis- og dómsmálaráðherra nefndra ríkja sem fælist í að uppýsa almenning um viðfangsefnið og vandamál sem því tengdust. Norræna ráðherranefndin fjármagnar verkefnið.

Sameiginlega átakið hefst með ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi dagana 29. - 31. maí næstkomandi með þátttöku umræddra landa og markar sá viðburður upphaf skipulagðrar samvinnu til lengri tíma gegn verslun með konur. Einnig verður efnt til sérstaks átaks í hverju landi þar sem áherslan er lögð á mismunandi þætti vandans allt eftir því hvernig hann horfir við í viðkomandi landi. Hér á Íslandi er skipulagning verkefnisins að hefjast og hefur í því skyni verið settur á laggirnar undirbúningshópur. Fulltrúar frá eftirtöldum aðilum hafa verið tilnefndir í þann hóp: frá utanríkisráðuneyti, Útlendingaeftirliti, Vinnumálastofnun, Ríkislögreglustjóra, Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, Alþýðusambandi Íslands, Neyðarmóttökunni á Landspítalanum, Kvennaráðgjöfinni, Rauða krossi Íslands, Stígamótum og Kvennaathvarfinu. Fulltrúar félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis verða verkefnisstjórar, en það eru Ásta S. Helgadóttir og Dís Sigurgeirsdóttir, lögfræðingar. Ritari undirbúningshópsins er Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta