Hoppa yfir valmynd
31. maí 2002 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með Yasser Arafat í Ramallah

Nr. 053

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag í Ramallah fundi með Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, Dr. Nabeel Shaath, áætlana- og alþjóðasamvinnuráðherra, Mitri Abu-Aita ferðamálaráðherra og Hanna Nasser borgarstjóra í Bethlehem, þar sem staða mála á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna og stjórnmálaástandið almennt í Mið-Austurlöndum var til umræðu.
Á sama hátt og gagnvart ísraelskum stjórnvöldum lýsti utanríkisráðherra áhyggjum sínum af þeim átökum og því ofbeldi sem beitt hefur verið á Vesturbakkanum og Gaza um leið og hann fordæmdi sjálfsmorðsárásir Palestínumanna í Ísrael. Ráðherra sagði að nauðsynlegt væri að brjótast út úr þeim vítahring ofbeldis sem skapast hefði. Vargöldinni yrði að linna og deiluaðilar að setjast að samningaborðinu og leita pólitískra lausna á átökunum, t.d. með friðarráðstefnu í sumar.
Utanríkisráðherra áréttaði stuðning Íslands við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna sem virti öryggi Ísraels innan alþjóðlegra viðurkenndra landamæra. Jafnframt gerði hann Palestínumönnum grein fyrir ályktun Alþingis frá 30. apríl sl. um deilur Ísraels og Palestínumanna.
Yasser Arafat fagnaði því að Íslendingar styddu stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og þakkaði þann stuðning sem Íslenska þjóðin hefur sýnt Palestínumönnum á umliðnum árum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. mars 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta