Hoppa yfir valmynd
4. júní 2002 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn forsætisráðherra Lettlands

Frétt nr.: 20/2002

Opinber heimsókn forsætisráðherra Lettlands

Forsætisráðherra Lettlands hr. Andris Berzins kemur ásamt eiginkonu sinni, frú Daina Berzina, og öðru föruneyti í opinbera heimsókn til landsins á morgun, miðvikudaginn 5. júní. Í heimsókn sinni mun ráðherrann eiga viðræður við Davíð Oddsson forsætisráðherra, heimsækja Bessastaði, alþingishúsið og ráðhús Reykjavíkur, eiga fund með viðskiptamönnum og fjárfestum í Lettlandi og fara í skoðunarferðir um landið samkvæmt hjálagðri dagskrá.

Boðað er til blaðamannafundar með forsætisráðherrum Íslands og Lettlands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fimmtudaginn 6. júní nk. kl. 10.20.

Reykjavík, 4. júní 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta