Hoppa yfir valmynd
5. júní 2002 Utanríkisráðuneytið

Nýr stofnsamningur EFTA öðlast gildi

Nr. 055

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) öðlaðist gildi 1. júní 2002.

Nýi stofnsamningurinn var undirritaður á ráðherrafundi EFTA í Vaduz 21. júní 2001 og er ætlað að koma í staðinn fyrir upprunalega samninginn sem er síðan 1960. Hinn nýi samningur tók gildi sama dag og tvíhliða viðskiptasamningur Sviss og Evrópusambandsins.

Hinn nýi stofnsamningur "Vaduz samningurinn" veitir íbúum og fyrirtækjum í Noregi, Liechtenstein og Íslandi samskonar réttindi í Sviss og aðilar í ESB njóta samkvæmt tvíhliða samningum Sviss og ESB. Svisslendingar hljóta jafnframt þessi réttindi í hinum EFTA löndunum. Þessi réttindi eru í mörgum greinum hliðstæð við þau réttindi sem í gildi eru innan EES.

Upplýsingar um nýja stofnsamninginn eru fyrir hendi á heimasíðu EFTA http://www.efta.int/ og verða fljótlega aðgengilegar á íslensku á heimasíðu utanríkisráðuneytisins: http://www.utn.stjr.is/



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 05. júní 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta