Nýr stofnsamningur EFTA öðlast gildi
Nr. 055
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) öðlaðist gildi 1. júní 2002.
Nýi stofnsamningurinn var undirritaður á ráðherrafundi EFTA í Vaduz 21. júní 2001 og er ætlað að koma í staðinn fyrir upprunalega samninginn sem er síðan 1960. Hinn nýi samningur tók gildi sama dag og tvíhliða viðskiptasamningur Sviss og Evrópusambandsins.
Hinn nýi stofnsamningur "Vaduz samningurinn" veitir íbúum og fyrirtækjum í Noregi, Liechtenstein og Íslandi samskonar réttindi í Sviss og aðilar í ESB njóta samkvæmt tvíhliða samningum Sviss og ESB. Svisslendingar hljóta jafnframt þessi réttindi í hinum EFTA löndunum. Þessi réttindi eru í mörgum greinum hliðstæð við þau réttindi sem í gildi eru innan EES.
Upplýsingar um nýja stofnsamninginn eru fyrir hendi á heimasíðu EFTA http://www.efta.int/ og verða fljótlega aðgengilegar á íslensku á heimasíðu utanríkisráðuneytisins: http://www.utn.stjr.is/
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 05. júní 2002