Rafrænt markaðstorg ríkisins - RMR
Rafrænt markaðstorg ríkisins opnar fyrir viðskipti
Fjármálaráðherra Geir H. Haarde opnaði 10. júní 2002 fyrir viðskipti á Rafrænu markaðstorgi ríkisins - RMR - en það er hluti af RM, rafrænu markaðstorgi sem þjónar jafnt ríkisfyrirtækjum og einkaaðilum.
Rafænt markaðtorg ríkisins (RMR) verður hluti af Rafrænu markaðstorgi. Ríkiskaup, f.h. fjármálaráðuneytisins, hafa frá árinu 1999 unnið að undirbúningi RMR en ætlunin er að þorri innkaupa hins opinbera á vöru og þjónustu samkvæmt rammasamningum Ríkiskaupa sem og önnur samningsbundin viðskipti ríkisstofnana muni í framtíðinni geta farið um RMR.
Meginmarkmiðið með tilkomu RMR er að greiða fyrir samskiptum kaupenda og seljenda, auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við samningsbundin innkaup hjá opinberum aðilum. Þannig verði hægt að ná fram sparnaði með samræmdum innkaupum þar sem hagkvæmni magninnkaupa nýtist öllum stofnunum ríkisins. Stefnt er að því að öll innkaup ríkisins í tilteknum vöruflokkum verði rafræn innan tveggja ára. Vörulistar allra birgja ríkisins munu verða staðlaðir og vistaðir á einum stað.
RMR verður á engan hátt afmarkað á Markaðstorginu. Opinberar stofnanir verða aðilar að Markaðstorginu á sama hátt og fyrirtæki í einkaeign og hafa aðgengi að sömu upplýsingum og lausnum.