Hoppa yfir valmynd
11. júní 2002 Forsætisráðuneytið

Réttindi Norðurlandabúa

11. júní 2002

Fréttatilkynning

Ræða viðbrögð við skýrslu um réttindi Norðurlandabúa

Meðal þess sem rætt verður á fundi norrænu samstarfsráðherranna í Tromsø 12. júní nk. er viðbrögð Norrænu ráðherranefndarinnar við nýrri skýrslu um réttindi Norðurlandabúa og hindranir sem á vegi þeirra verða sem flytja milli norrænu landanna, en skýrslan var afhent samstarfsráðherrunum á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs í Reykjavík í apríl sl. Siv Friðleifsdóttir samstarfsráðherra sækir fundinn í Tromsø fyrir Íslands hönd.

Á fundinum verður einnig á dagskrá ný rammaáætlun fyrir 2003-2005 fyrir starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni grannsvæðanna í austri, Eystrasaltsríkjanna og Norðvestur Rússlands. Einnig munu ráðherrarnir fjalla um mótun svokallaðra umhverfisvísa sem ætlunin er að taka í notkun á Norðurlöndum á næstu misserum og er það í samræmi við stefnumótunina um Sjálfbær Norðurlönd sem gildir til 2020. Þá er og ætlunin að umræða um Evrópusamstarf Norrænu ráðherranefndarinnar muni fá nokkurt vægi á fundi samstarfsráðherranna í Tromsø.

Siv Friðleifsdóttir verður til viðtals um efni fundarins í síma 896-3962 eftir kl. 14:30 að íslenskum tíma á miðvikudag, 12. júní.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta