Markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál
Markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál - Úthlutun samþykkt 12. júní 2002
RANNÍS úthlutaði þann 12. júní styrkjum í markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál árið 2002. Markáætlun um rannsóknir og þróunarstarf á sviði upplýsingatækni og umhverfismála var samþykkt var af ríkisstjórn á fundi 21. ágúst 1998. Heildarrammi markáætlunarinnar var 580 m. kr. til ráðstöfunar á árunum 1999 – 2004. Samtals er úthlutað vorið 2002 51.900 þ.kr til verkefna á sviði upplýsingartækni.
Framhaldsverkefni sem hljóta styrk á sviði upplýsingatækni vorið 2002
Ný verkefni sem hljóta styrk á sviði upplýsingatækni 2002
|
Nánar um upplýsingatækni í Markáætlun um rannsóknir og þróunarstarf: Upplýsingatækni og umhverfismál 2001-2004
Með bréfi dagsettu 16. febrúar 1998 fól menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, Rannsóknarráði Íslands að semja markvissa áætlun, þar sem lögð væri áhersla á tvö meginsvið í rannsóknum og þróunarstarfi, þ.e. á sviði upplýsingatækni og umhverfismála í ljósi gildis þeirra fyrir þróun íslensks þjóðfélags.
Samkvæmt tillögu Rannsóknarráðs skiptist þetta fé á sviðin tvö sem hér segir:
1999 |
2000 |
2001 |
2002 |
2003 |
2004 | |
Til ráðstöfunar mkr. samtals |
115 |
85 |
95 |
95 |
95 |
95 |
Til upplýsingatækni |
70 |
50 |
58 |
58 |
58 |
58 |
Til umhverfismála |
45 |
35 |
37 |
37 |
37 |
37 |
Stefna ríkisstjórnarinnar – markmið
Í október 1996 gaf ríkisstjórn Davíðs Oddssonar út ,,Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið". Er hún byggð á álitsgerð níu starfshópa sem fjölluðu um upplýsingasamfélagið frá fjölmörgum sjónarhornum. Sérstök verkefnisstjórn samræmdi niðurstöður starfshópanna og birti í ritinu ,,Íslenska upplýsingasamfélagið". Rannsóknarráð Íslands gengur út frá þeim forsendum sem lagðar eru í þessum ritum. Í ,,Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið" eru birt eftirfarandi meginmarkmið sem lögð eru til grundvallar þessari áætlun:
Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. |
- 1. Landsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingasamfélaginu. Kostir þess verði nýttir til þess að efla lýðræði og auka lífsgæði til hagsbóta fyrir almenning og íslenskt atvinnulíf. Upplýsingatækni verði beitt á öllum sviðum, hvort sem er við nýsköpun, heilbrigðismál, vísindi, listir og menningu eða á öðrum sviðum daglegs lífs.
2. Tryggt verði fullt jafnræði milli opinbers reksturs og einkareksturs á sviði upplýsingatækni og upplýsingaiðnaðar. Stjórnvöld auðveldi, með hjálp upplýsingatækninnar, aðgang að opinberum upplýsingum og þjónustu, til að jafna stöðu einstaklinga og fyrirtækja óháð búsetu eða efnahag.
3. Upplýsinga- og fjarskiptatækni verði virkjuð til að bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, auka framleiðni, örva atvinnu og fjölga möguleikum til útflutnings á íslensku hugviti.
4. Menntakerfið lagi sig að breyttri þjóðfélagsmynd og miði almenna menntun og símenntun við kosti upplýsingasamfélagsins um leið og það stendur vörð um tungu okkar og menningu. Rannsóknar- og þróunarstarf á sviði upplýsingatækni og upplýsingaiðnaðar verði styrkt um leið og tæknin sjálf verði virkjuð til að örva rannsóknir og þróun á öðrum sviðum.
5. Löggjöf, reglur og vinnubrögð verði endurskoðuð með tilliti til upplýsingatækni til að örva tæknilegar framfarir og til að vernda réttindi einstaklinga og fyrirtækja.
Upplýsingatækni í þágu íslensks menningararfs og aðlögun að menntun og menningu | |
Notkun og þróun upplýsingatækni innan fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu og innan stofnana og stjórnsýslu. | |
Fjarvinna í þágu byggðastefnu | |
Fjarkönnun í þágu umhverfismála | |
Þróun upplýsingasamfélagsins í þágu bætts mannlífs á Íslandi |
Með áætluninni er lögð áhersla á þátttöku ungs vísindafólks sem og reynds og virts vísindafólks, þverfaglega samvinnu og þátttöku notenda.
- 1. Upplýsingatækni í þágu íslensks menningararfs og aðlögun hennar að menntun og menningu
Markmið: Að virkja upplýsingatækni sem verkfæri í rannsóknum á íslenskum menningararfi og við miðlun hans til almennings. Einnig að stuðla að samhæfni upplýsingatækni og íslensks skólakerfis.
Leiðir:
Verkefni á sviði íslenskrar menningarsögu þar sem lögð verði áhersla á notkun upplýsingatækni við öflun og varðveislu gagna. | |
Þróunarverkefni þar sem fólk með menntun á sviði hugvísinda annars vegar og tæknimenntað fólk hins vegar vinnur saman að notkun upplýsingatækni til að gera íslenska menningarsögu aðgengilega á lifandi og nýstárlegan hátt. | |
Rannsakað verði hvernig upplýsingatækni komi að bestum notum í íslensku skólakerfi og íslenskri menningu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. |
2. Notkun og þróun upplýsingatækni innan fyrirtækja og stofnana í framleiðslu og þjónustu
Markmið: Að stuðla að kröftugri nýtingu upplýsingatækni innan fyrirtækja og stofnana í framleiðslu og þjónustu til aukinnar framleiðni, arðsemi og alþjóðlegrar samkeppnishæfni.
Leiðir:
Þróa lausnir í þverfaglegri samvinnu milli notenda annars vegar og upplýsingatæknifyrirtækja hins vegar, þannig að úr verði alþjóðleg söluvara. |
Verkefni sem byggja á þverfaglegri beitingu upplýsingatækni innan fyrirtækja og stofnana og leiða af sér nýja eða bætta þjónustu eða afurð, jafnt innan þeirra sem út á við. | |
Verkefni sem hafa að markmiði að bæta hugbúnaðargerð, verklag og gæðastjórnun í upplýsingatækniiðnaði. | |
Verkefni sem miða að því að þróa lausnir sem nýta háhraða og/eða þráðlaus fjarskiptanet. |
3. Fjarvinna í þágu byggðastefnu
Markmið: Að jafna aðstöðu til búsetu og sporna við byggðaröskun á Íslandi með þróun samskiptakerfa til fjarvinnu, t.d. fjarkennslu og fjarþjónustu.
Leiðir:
Greina aðstæður og tækifæri þar sem upplýsingatækni geti nýst við uppbyggingu og viðhald arðbærs atvinnulífs og náms utan þéttbýlissvæða. | |
Rannsóknir og mat á verkefnum t.d. á sviði fjarvinnustaða, fjarkennslu, fjarlækninga eða annarrar fjarvinnuþjónustu. | |
Verkefni sem miða að því að gera fjarvinnu jafn hraðvirka og vinnu í sama húsnæði. |
4. Fjarkönnun í þágu umhverfismála
Markmið: Að þróa og aðlaga aðferðir til að hagnýta fjarkönnun, fjargæslu og landfræðileg upplýsingakerfi til öflunar og skráningar á upplýsingum um umhverfi og náttúru landsins og breytingum á þessum þáttum.
Leiðir:
Þróun á tækni til að fylgjast með breytingum á náttúru og umhverfi með aðferðum fjarkönnunar, fjarvinnslu og landfræðilegra upplýsingakerfa. | |
Verkefni sem miða að því að auka áreiðanleika, og rekstraröryggi sjálfvirkra fjarkönnunar- og fjargæslukerfa, einkum í óbyggðum, og draga úr rekstrarkostnaði þeirra. |
- 5. Áhrif upplýsingatækni á íslenskt mannlíf
Markmið: Að kanna hvaða áhrif upplýsingatækni hefur á íslenskt mannlíf og forsendur þess að þekking og tækifæri á sviði upplýsingatækni nýtist í þágu bætts mannlífs á Íslandi.
Leiðir:
Rannsakað verði hvernig aðgengi íslenskra þegna að þekkingarsamfélaginu er háttað og hvert stefnir í þeim efnum. | |
Rannsaka verði hvernig vinna megi markvisst gegn félagslegri útilokun. | |
Rannsakað verði hvaða afleiðingar upplýsingatæknibyltingin hefur, og hvernig vinna má gegn óæskilegum afleiðingum, t.d. hvað varðar vinnuumhverfi, persónuvernd og höfundarrétt. |
- Áætluð dreifing fjármagns
Áætluð skipting fjármagns til upplýsingatækni
Nr | Lykilsvið |
m.kr. á ári
2001-2004 |
1 | Upplýsingatækni í þágu íslensks menningararfs og aðlögun hennar að menntun og menningu |
12 |
2 | Notkun og þróun upplýsingatækni innan fyrirtækja og stofnana í framleiðslu og þjónustu |
24 |
3 | Fjarvinna í þágu byggðastefnu |
8 |
4 | Fjarkönnun í þágu umhverfismála |
6 |
5 | Áhrif upplýsingatækni á íslenskt mannlíf |
8 |
Samtals |
58 |
Sjá nánar á vefsíðu RANNÍS www.rannis.is