Félagsmálaráðuneytið hefur tekið saman ýmsar tölulegar upplýsingar um nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er meðalaldur nýkjörinna sveitarstjórnarmanna 45 ár. Elsti sveitarstjórnarmaðurinn er 74 ára og sá yngsti er 21 árs. Í töflunni hér á eftir má sjá meðalaldur sveitarstjórnarmanna og aldur elsta og yngsta sveitarstjórnarmanns í hverju kjördæmi.
Hagstofa Íslands mun gefa út skýrslu með endanlegum tölulegum upplýsingum um sveitarstjórnarkosningarnar.