Hoppa yfir valmynd
19. júní 2002 Utanríkisráðuneytið

Viðtalstímar sendiherra Íslands

Nr. 063

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.

Sigríður Á. Snævarr, sendiherra Íslands í París, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 25. júní n.k. kl. 14 til 16. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Andorra, Ítalíu, Portúgals, San Marínó og Spánar auk þess sem það hefur fyrirsvar gagnvart Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Stefán Haukur Jóhannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 26. júní kl. 9:30 til 11:30. Sendiskrifstofan gegnir einnig hlutverki sendiráðs gagnvart Slóveníu auk þess að fara með fyrirsvar Íslands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í Genf og Ísland er aðili að.

Björn Dagbjartsson, sendiherra Íslands í Mapútó, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 27. júní n.k. 14 til 16. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Malaví, Namibíu, Suður-Afríku og Úganda.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 545 9900 þar sem tímapantanir eru einnig skráðar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. júní 2002.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta