Hoppa yfir valmynd
20. júní 2002 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Noregs 19. - 20. júní 2002

Nr. 064

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Noregi í boði Jans Petersens, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherrarnir áttu í gær fund, þar sem rædd voru Evrópumál, öryggismál, þ.m.t. ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, málefni Atlantshafsbandalagsins, einkum fyrirhuguð stækkun bandalagsins og samstarfið við Rússland. Fyrr í dag átti utanríkisráðherra fund með Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra, auk þess sem hans hátign, Harald konungur, tók á móti ráðherra. Síðar í dag á ráðherra fund með utanríkismálanefnd norska stórþingsins, en formaður hennar er Thorbjørn Jagland, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs. Þá snæðir utanríkisráðherra hádegisverð í boði sjávarútvegsráðherra Noregs og munu ráðherrarnir ræða samskipti landanna á sviði sjávarútvegsmála. Heimsókninni lýkur síðdegis.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. júní 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta