Kynningarfundur um leiðtogafund S.þ. um sjálfbæra þróun
Nr. 066
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Í ár eru liðin tíu ár frá því að ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun var haldin í Rio de Janeiro. Af því tilefni halda Sameinuðu þjóðirnar leiðtogafund um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í Suður Afríku, 26. ágúst til 4. september 2002.
Forsætis-, utanríkis- og umhverfisráðuneyti efna til kynningarfundar um leiðtogafundinn á Grand Hótel, mánudaginn 24. júní 2002, kl. 14:00.
Fundarstjóri: Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.
Dagskrá:
14:00 Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins
Tilurð og markmið leiðtogafundarins
14:10 Þórir Ibsen, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu
Málefnaafstaða Íslands við undirbúning leiðtogafundarins
14:25 Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins
Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun
14:40 Stefán Gíslason, verkefnisstjóri
Staðardagskrá 21
14:55 Fyrirspurnir og umræður
Skráning þátttöku er með tölvupósti: [email protected].
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. júní 2002.