Viðtalstímar sendiherra
Nr. 067
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánudaginn 1. júlí n.k. kl. 14 - 16. Umdæmi sendiráðsins nær til Belgíu, Liechtenstein og Lúxemborgar.
Kristinn F. Árnason, sendiherra Íslands í Ósló, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 2. júlí n.k. kl. 10-12. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Egyptalands, Makedóníu, Póllands, Slóvakíu og Tékklands.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 545 9900 þar sem tímapantanir eru einnig skráðar.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. júní 2002