Hoppa yfir valmynd
25. júní 2002 Utanríkisráðuneytið

Norður nágranni 2002

Nr. 068

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


NORÐUR NÁGRANNI 2002

Í tengslum við almannavarnaræfinguna Samvörður 2002 eru komnar hingað til lands þyrlur Bandaríkjahers sem verða nýttar til flutningaverkefna í almannaþágu víða um land. Þessi hluti æfingarinnar sem hlotið hefur nafnið Norður nágranni 2002 hefst í dag og mun standa næstu þrjá daga.

Eins og undanfarin ár eru verkefnin á vegum opinberra aðila eða félagasamtaka sem starfa á þágu almannaheilla. Helstu verknjótendur að þessu sinni eru Vestmannaeyjabær, Sjómannadagsráð Hellisands, Vestur-Eyjafjallahreppur og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Eftirfarandi verkefni eru ráðgerð í ár:
· Flutningur á brúarefni vegna verkefnisins "Brú milli heimsálfa" sem staðsett verður við Sandvík á Reykjanesi.
· Flutningur á jarðvegsefni, byggingarefni og áburði við nýja hraunið í Vestmannaeyjum.
· Flutningur á skipsvél úr flutningabátnum Breiðafjarðar-Svani sem strandaði við Lónsbjörg á Snæfellsnesi árið 1932.
· Flutningur á áburði í Þórsmörk.
· Flutningur á loftnetsstaurum milli Þórsmerkur og Landmannalauga.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 25. júní 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta