Hoppa yfir valmynd
25. júní 2002 Forsætisráðuneytið

Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna

Frétt nr.: 22/2002

Forsætisráðherra hefur í samræmi við 4. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, í dag skipað samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna. Nefndin skal vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda innan þjóðlendna.

Í nefndina voru skipaðir Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri, sem jafnframt er formaður, Guðjón Bragason lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu félagsmálaráðherra, Kristín Haraldsdóttir lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðherra, Sigríður Norðmann lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu landbúnaðarráðherra, Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri, samkvæmt tilnefningu samgönguráðherra, Sigríður Auður Arnardóttir deildarstjóri, samkvæmt tilnefningu umhverfisráðherra, og Hjörleifur B. Kvaran borgarlögmaður og Sveinn A. Sæland oddviti, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Í Reykjavík, 25. júní 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta