Hoppa yfir valmynd
25. júní 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Staðfest nöfn sameinaðra sveitarfélaga

Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest nöfn sameinaðra sveitarfélaga og sent til birtingar í Stjórnartíðindum. Eftirtalin nöfn voru samþykkt:

- Bláskógabyggð, sem er sameinað sveitarfélag Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps.
- Húsavíkurbær, sem er sameinað sveitarfélag Húsavíkurkaupstaðar og Reykjahrepps.
- Rangárþing ytra, sem er sameinað sveitarfélag Djúpárhrepps, Holta- og Landsveitar og Rangárvallahrepps.
- Skagabyggð, sem er sameinað sveitarfélag Skagahrepps og Vindhælishrepps.
- Þingeyjarsveit, sem er sameinað sveitarfélag Bárðdælahrepps, Hálshrepps, Ljósavatnshrepps og Reykdælahrepps.

Sameining umræddra sveitarfélaga tók gildi 9. júní síðastliðinn.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta