Hoppa yfir valmynd
12. júlí 2002 Dómsmálaráðuneytið

Laus störf hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu

Dóms og kirkjumálaráðuneytið
óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf frá 12. ágúst 2002 eða eftir nánara samkomulagi.


Sérfræðingur á rekstrar- og fjármálaskrifstofu
Starfssvið:
  • Fjárhagslegt eftirlit með stofnunum ráðuneytisins
  • Fjárhagslegar úttektir og önnur sérverkefni, er tengjast fjármálum
  • Önnur verkefni, er falla undir rekstrar- og fjármálaskrifstofu

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun á sviði viðskipta, hagfræði, rekstrarfræði eða sambærileg menntun
  • Góð tölvuþekking (Word, Excel)
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

Lögfræðingur á lagaskrifstofu
Starfssvið:
  • Gerð lagafrumvarpa og reglugerða á sviði ráðuneytisins
  • Störf í nefndum, sem vinna að löggjafarmálefnum
  • Önnur verkefni er falla undir lagaskrifstofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Embættispróf í lögfræði
  • Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamáli
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

Sú regla gildir hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess að hafa skal í heiðri jafnrétti kynjanna við ráðningar. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 29. júlí nk. Umsóknir þar sem umsækjandi óskar nafnleyndar verða ekki teknar gildar.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta