Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipun í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar

Í dag skipaði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra Davíð Egilson í embætti forstjóra nýrrar Umhverfisstofnunar, en umsækjendur um embættið voru 18 talsins. Hin nýja stofnun tekur til starfa frá og með næstu áramótum.
Alþingi samþykkti á liðnu þingi ný lög um Umhverfisstofnun en hún mun taka við hlutverki Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins, Embættis veiðistjóra, hreindýraráðs og dýraverndarráðs. Davíð Egilson er núverandi forstjóri Hollustuverndar ríkisins.

Fréttatilkynning nr. 15/2002
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta